Allir eru ábyrgir fyrir skólakerfinu, ekki bara sumir

  • Nú er kominn fram enn ein skýrslan um stöðu nemenda í íslenskum grunnskólum
    *
  • Nú er það samnorræn skýrsla sem væntanlega notar sömu viðmið og „písa“
    *
  • Nú stíga menn fram með ýmis gífuryrði.En íslenskir nemendur eru ekki nema í meðaltali í getu samkvæmt þeim mælikvörðum sem notaðir eru.

grunnskólanemendur 2

Ekki ætla ég mér að fara í vörn fyrir þá stöðu sem ljós er, en ég veit ekki hvort um raunverulega afturför er að ræða ef tekið er viðmið frá því um 1970 þegar allir voru sagðir læsir.

Hvað er að vera læs? Mælikvarðinn um það er örugglega gjörbreyttur og hefur breyst á örstuttum tíma.

En grunnskólar á Íslandi eru líklega með öðru og fjölbreyttara inntaki er gerist og gengur hjá hjá viðmiðunarþjóðunum og alltaf er verið að troða nýjum og nýjum viðfangsefnum inn í skólanna sem kemur niður á kennslu í eldri námsgreinum.

Skólinn hefur að stórum hluta tekið við uppeldishlutverki heimilanna, lífsbaráttan á Íslandi er sérkennileg og erfið ef miðað er við Norðurlöndin.

Vinnutíminn er langur hjá foreldrum og aðstoð foreldra við heimanám nemenda er víða mjög takmörkuð. grunnskóli grindavíkurSpurningin er hvort ekki eigi ekki leggja það niður.

Þetta með kostnaðinn við skólahaldið er einnig órannsakað, en ýmsir halda því fram að íslenski grunnskólinn sé dýrari en annarstaðar. Þá er vaknar auðvitað spurningin um hvað er reiknað inn í slíkan rekstrarkostnað í mismunandi löndum.

En held samt að það sé ekki fjármagnið sem veldur þarna mestu um. Það eru auðvitað fjölbreyttar ástæður fyrir þessu. Það er nauðsynlegt að rannsaka það og gera síðan úrbætur. En ekki verður skipt um tungumál.  

Hvað sem öðru líður, á getuleysi atvinnufyrirtækjanna á Íslandi ekki minnsta sök á þessu ástandi. Samtök og eigendur fyrirtækjanna þurfa svo sannarlega að líta í eigin barm vegna þessa máls.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband