Almenningsálitið sigrar Alþingismenn

  • Það var komið fram við Ásmund af kurteisi, en leyndarhyggja þingsins orsakar það að Ásmundur lendir í kastljósi allra fjölmiðla nema moggans
    *
  • Auðvitað eru fleiri þingmenn sem njóta ferða- og húsnæðisstuðnings. Allt hlutir sem þurfa að vera uppi á borðum og fastar reglur að vera um, þá eftir kjördæmum. 

Það er ljóst að alþingismenn eru nú á hröðum flótta undan almenningsálitinu vegna ýmis kostnaðar sem þeir hafa getað reiknað sér. Er þá aksturskostnaður þeirra mest áberandi en einnig annar búsetukostnaður.

Dæmið um Ásmund Friðriksson er auðvitað skammarlegt fyrir alla þingmenn. Samkvæmt útreikningum Fél. Ísl. bifreiðaeig. (FÍB) fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 kostar það Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, rúmlega tvær milljónir króna á ári að reka Kia Sportage-bíl sinn miðað við notkun hans í fyrra.

Það er um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. Ásmundur hefur nú bakkað með spillinguna.

Því bæði Ásmundur og fleiri þingmenn hafa farið í vörn fyrir þetta siðleysi hans, maður fær á tilfinninguna að líklegt sé að öll þessi mál séu í óreiðu og skipulagsleysi. Það getur ekki verið eðlilegt að setja þingmenn í svona stöðu. Það þarf að setja faglegan starfshóp til að fara yfir öll þessi mál.

Einnig að sérstakur starfsmaður annist þessar greiðslur sem fara eftir föstum reglum og haldið skipulagt bókhald yfir útgreiðslur. Þingmenn eiga ekki að hafa tekjur af þessum þætti. Það er óhæfa að fólk geti siss svona bara komið með reikninga og fengið þá greidda eins og ekkert sé.

Þá þarf að setja reglur um hversu margar ferðir þingmenn fái greiddar fyrir að fara um kjördæmi sitt sem eru misjafnlega stór. Einnig hversu mikinn kostnað þingið greiðir vegna ferða þingmanna til lögheimilis síns búi þeir utan við stór-Reykjavíkur svæðið. Einnig er nauðsynlegt að fara yfir aðra kostnaðaliði.

Þá er eðlilegt að menn í sama kjördæmi geti sameinast um bíla þegar þeir eru á ferð um kjördæmið til að hitta kjósendur (flokksfélaga sína). En rétt er að halda því til haga að þetta eru nær alltaf fundir með flokksfélögum á skipulögðum fundum. Það er lítið um það að almenningur komi á slíka fundi.

Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl.
VISIR.IS
 

mbl.is Telur fréttaflutning jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Reglur um kílómetragjald eru byggðar á raunkostnaði. Ekki bulltölum þar sem fjármagnskostnaður, sem er nú einn stærsti liðurinn, er miðaður við 1% innlánsvexti á bankareikningum meðan bílalán bera 10% vexti.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.2.2018 kl. 20:50

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Við skulum vona að þetta sé allt rétt hjá Ásmundi. Engu að síður er nauðsynlegt að fara yfir öll þessi mál og settar verði eðlilegar opnar reglur um greiðslur úr ríkissjóði vegna aksturs og annars eðlilegs kostnaðar. Reglur um um hverskyns ferðakostnað fyrir hvert kjördæmi. Það er greinilegt að það er þörf á slíku einkum vegna þess að traustið á Alþingi, á þingmönnum og ráðherrum er í algjöru lágmarki. 

En síðan það sem kom í ljós, að þingið studdi við prófkjörkosnað Ásmundar og síðan kosningabaráttu með bílastyrkjum. Hann var með sjónvarpsþætti þar sem bílastyrkir kostuðu akturskosnað. Í mínum huga er líklegt að aðrir þingmenn hafi einnig notið þessara styrkja í kosningabaráttu. 

Ég þekki bílapeninga frá opinberum stofnunum og þar ekki um að ræða algjört frelsi bíleiganda til að fá slíkan kostnað greiddan eftir hans geðþótta. Nánast allar svona ferðir eru til að heimsækja flokksfélaga.

Kristbjörn Árnason, 14.2.2018 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband