Kosningaskjálfti í forystu Eflingar

  • Líklegt er að nýtt fólk sem býður sig fram til stjórnar hafi hreyft harkalega við forystu Eflingar.

Sólveig Anna
Hvernig sem kosningarnar fara mun Sólveig Anna Jónsdóttir vinna sigur í kosningunum til stjórnar Eflingu. Nú verandi stjórn sem hefur verið þekkt fyrir baktjalda aðferðir sínar undanfarin ár ætlar nú að sækja fram í kjarasamningum nú í vor.

Sólveig Anna segir að verkafólk sé búið að fá nóg af því að vinna mikla og erfiða vinnu fyrir lítinn pening. Sjálf sé hún rúmlega fertug á lægstu mögulegu launum og fái 250 þúsund krónur útborgaðar. „Það er bara gríðarlega stór hluti fólks hér, lágstéttarfólk, verkafólk, sem lifir lífi sem er ekki lengur hægt að sætta sig við. Við vinnum undir miklu álagi, allskonar erfiðisstörf fyrir laun sem duga ekki til að lifa af. Við þurfum oft að vera í fleiri en einni vinnu,“ sagði Sólveig Anna á dögunum.

Efling hefur árum saman siglt sjó markaðslaunakerfisins í þágu atvinnurekenda.

 


mbl.is Efling kýs að segja upp samningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband