16.3.2018 | 16:31
Hér vantar greinilega eitthvert siðvit.
- Hvernig fór þetta hæfnismat fram og hvaða viðmið voru höfð að leiðarljósi?
Greinilegt er að stjórnarmenn hjá ,,N1" virðast ekki gera sér fyrir þeirri staðreynd, að það er launafólk sem á meirihluta í þessu félagi.
Þar með taldir starfsmenn félagsins sem margir hverjir eru á lágmarkslaunum.
Síðan er spurningin um hvort mikilvægi þessa starfs sé meira en t.d. lækna við vandasömustu og mikilvægustu verkefni við að bjarga mannslífum.
Hvort mikilvægi starfsins sé meira en t.d. störf leik- og grunnskólakennara sem undirbúa framtíð barnanna í landinu. Svona má auðvitað lengi upp telja.
Ef halli verður á rekstri N1 verða þá laun lækkuð snarlega eða þarf hann þá að endurgreiða oftekin laun? Náði hann einhverjum gróða með því að fækka láglaunafólki í störfum fyrir fyrirtækið.
Viðskiptin munu um stund minnka
Undrast launahækkun forstjórans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju ættu stjórnarmenn N1 að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd? Lífeyrissjóðirnir pukrast hver í sínu horni, einn á kannski 2% eignarhlut, annar svo mikið sem 5%, þriðji etv 7,5%? Vandinn liggur hjá verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðafyrirkomulaginu sem hún stofnaði til upphaflega. Hátt í 200 aðskilda smásjóði, sem þurftu allir að eiga sína vel-launuðu stjórnendur. Fyrstu áratugina voru þeir svosem ekki til vandræða, urðu aldrei nógu öflugir til annars en greiða yfirstjórninni, eins og margir lífeyrisþegar hafa síðan komist að raun um. Gott að hafa í huga að minnkandi viðskipti veita svo enga ávöxtun frekar en ofurlaunin!
Það þarf að fara fram veruleg uppstokkun á lífeyrissjóðakerfinu, koma því öllu í einn sameiginlegan sjóð, með einni yfirstjórn sem kann til verka!
Kolbrún Hilmars, 16.3.2018 kl. 17:31
Vandinn er sá, að það var ekki fyrir frumkvæði ASÍ að stofnaðir voru lífeyrissjóðir. ASÍ hafði aldrei gert kröfu um slíkt. En ASÍ gerði kröfur um að almennt launafólk nytu eftirlauna með sama hætti og opinberir starfsmenn. Einnig leit ASÍ til stöðu almennings á norðurlöndunum í eftirlaunamálum. M.ö.o. gegnumstreymis-fyrirkomulag.
Á 7. áratugnum fóru ríkisbankarnir á hliðina vegna þess að síldin hvarf af miðunum við Ísland. Einnig varð alvarlegt verðfall á bolfiski í Evrópu séstaklega. Útgerðin skuldaði bönkunum gríðarlega mikið og þegar hún gat ekki greitt af skuldum sínum lömuðust þessir bankar.
Lausn og krafa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins var sú, að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar var upp á lagt að hækka almenna skatta. Þetta var lausn ríkisstjórnar hans sem var skattleggja launafólk með því að gera kröfu um að launafólk greiddi 10% af öllum dagvinnulaunum sínum í lífeyrissjóð. Þetta fé var síðan lagt inn í bankanna sem fitnuðu um leið. Sjóðirnir urðu nánast að engu því það var mikil verðbólga og allir sjóðir óverðtryggðir.
Þannig að svo nefndir samningar ASÍ félaganna um lífeyrissjóði voru ekki frjálsir samningar. Síðan var lögfest 3 árum síðar að launafólk var gert skylt að greiða 10% af dagvinnulaunum í lífeyrissjóði. Helsta gulrótin fyrir launafólk var það, að launafólk átti að geta fengið lán úr lífeyrissjóðunum að 5 árum síðar.
ASÍ klofnaði í síðan í þessu máli. 1975 var enn verið að rífast um sjóðina innan ASÍ og samsetningu stjórna sjóðanna.
Það voru örfá félög búin að stofna svona sjóði sem þau voru í miklu basli meða að reka. Þeesi félög vonuðu að þegar öllu launafólki yrði gert skylt að greiða í sjóð myndi staða þessara sjóða batna. Sem þeir gerðu tímabundið en upp úr 1975 fór allt að fara á verri veg.
Kristbjörn Árnason, 16.3.2018 kl. 17:51
Kristbjörn, þetta er fróðlegt sem þú skrifar hér að ofan, ég vissi auðvitað ekki á þessum tíma hvernig kaupselt var með lífeyrissjóðahugmyndina bak við tjöldin.
Hins vegar var okkur launþegum kynnt málið á annan hátt; 1969/70 var mér sem launþega gefinn kostur á, ekki skylda, um 4+6% framlag í lífeyrissjóð, svona til aparnaðar fyrir elliárin. Sem ég þáði því ég hélt að það jafnaðist á við 15% skyldusparnaðinn sem ég þekkti áður frá 16 ára aldrinum og hafði nýst mér til útborgunar í íbúð.
Reyndar athyglisvert að sá sparnaður hvorki týndist né rýrnaði í hruninu 1967-68!
Eigum við ef til vill að líta svo á að til viðbótar ca 40% tekjuskatti af launum, sé lífeyrissjóðsframlagið 4+8% bara skattlagning? Og í leiðinni etv leið til þess að gauka smá að vildarvinum - einhverra?
Kolbrún Hilmars, 16.3.2018 kl. 19:00
Ef einhver dugur væri í landsmönnum, myndu þeir sniðganga N1, þar til gírugur forstjóri þess fyrirtækis hefur verið látinn taka pokann sinn. Sjötíu milljónir í árslaun eru sennilega fimmtán til tuttuguföld laun starfsmannna á plani. Þvílíkt reginhneyksli og skömm!
Halldór Egill Guðnason, 16.3.2018 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.