Eiga Íslendingar sér óvini meðal annarra þjóðríkja?

  • Margt er skrýtið í kýrhausnum

Fyrir nokkrum dögum verða rússnesk feðgin fyrir eiturefnaárás í Bretlandi. Kallinn var fyrrum njósnari fyrir Breta í Rússlandi um árabil og fékk dóm þar í landi væntanlega fyrir landráð en var leystur úr haldi.

Bretar hafa ákveðið að Rússar hafi sýnt þessum feðginum tilræðið án þess þó að nokkrar haldbærar sönnur á það væru fyrir hendi. En Bretland er herveldi sem hefur stráfellt fólk eftir hentileikum víða um heiminn og vita væntanlega allt um svona illvirki.

Rússar eru heldur engir englar frekar en önnur herveldi svo þeir eru til alls trúandi. En það hefur hentað Breskum stjórnvöldum að kenna Rússum um ódæðið og vinsældir ríkisstjórnarinnar hafa stóraukist.

Af þessu tilefni var rætt við hinn íslenska utanríkisráðherra sem greinlega var á bandi Breta eins og margir fleiri stjórnmálamenn sem vantar vinsældir.

Þegar spurt var um viðbrögð ráðherrans vegna þessa máls, sagði hann málið vera til skoðunar á Íslandi, en við munum auðvitað fylgja vina þjóðum okkar sagði ráðherrann.

Þýðir þetta svar Guðlaugs Þórs, að við íslendingar eigum okkur einhverja óvinaþjóð? Þarna skortir mig greinilega greind. Því eina herveldið sem hefur ráðist á Ísland með hertól að vopni er einmitt Bretland. Það er líka eina ríkið sem hefur sett hryðjuverkalög á íslendinga .

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

mbl.is Rússar framleiddu eitrið Novichok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Því eina herveldið sem hefur ráðist á Ísland með hertól að vopni er einmitt Bretland."

Ég hélt að þýskar herflugvélar nasista hefðu gert loftárásir hér á Íslandi í Seinni heimsstyrjöldinni.

Þorsteinn Briem, 20.3.2018 kl. 22:23

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það fara nú litlar sögur af því Steini minn. Hingað komu vissulega einhverja könnunarvélar. En Bretar hernámu landið 10 maí 1940

Kristbjörn Árnason, 20.3.2018 kl. 22:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.9.2017:

"Í dag eru 75 ár liðin frá því að þýsk flugvél varpaði sprengjum á Seyðisfjörð en fjórir ungir drengir urðu fyrir árásinni."

Særðist í loftárás á Seyðisfjörð fyrir 75 árum

Þorsteinn Briem, 20.3.2018 kl. 22:31

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.9.2016:

"Þýski kafar­inn Thom­as Weyer fann nú í sumar farþegaskipið Goðafoss,
sem legið hef­ur á hafs­botni frá því að þýsk­ur kaf­bát­ur sökkti skip­inu með tund­ur­skeyti í nóv­em­ber 1944 með þeim af­leiðing­um að 24 fór­ust."

Þorsteinn Briem, 20.3.2018 kl. 22:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er í NATO og langt frá því að vera hlutlaust ríki en var það hins vegar opinberlega í Seinni heimsstyrjöldinni.

"
1. desember 1918:

Ísland verður fullvalda ríki. Íslendingar öðlast forræði utanríkismála sinna. Stefnan í utanríkismálum er ákveðin af ríkisstjórninni en framkvæmd af dönsku utanríkisþjónustunni í umboði Íslendinga. Utanríkismálin heyra undir forsætisráðherra, Jón Magnússon.

Kveðið er á um hlutleysi Íslands í sambandslagasamningi við Danmörku."

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

Þorsteinn Briem, 20.3.2018 kl. 23:04

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

NATO er undarlegt fyrirbæri og ekki að furða að trompið gefi skít í það. 

Í dag veður Erdogan inn í Sýrlnd og enginn segir bofs! Djöfulsins amlóðasamtök sem þetta Nato kjaftæði er.

 Utanríkisráðherra Íslnds lítur mjög illa út, þessa dagana.

 Með eða á móti Rússum, fylgjandi Erdogans eða yfir höfuð eitthvað?

 Spyr sá sem ekki veit.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan, þar sem haustjafndægur gengu í garð í dag, á sama tíma og vorið heilsar norðurhjaranum.

Halldór Egill Guðnason, 21.3.2018 kl. 03:06

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Bretar hernámu Ísland 10 maí 1940.  Sprengjan á Seyðisfirði féll 5. september 1942. 

Voru þjóðverjar ekki að koma njósnaleiðangra til landsins eftir hernám breta?

Gæti verið að Þjóðverjar hafi verið að varpa sprengjum á vegna þess að bretar voru hér með herstöðvar?

Eru líkur á að þjóðverjar hefðu verið að senda þessar vélar, ef eingöngu borgarleg starfsemi hefði verið við lýði á Íslandi?

Eru líkur á að Bjartur í Sumarhúsum hafi haft nægjanlega hernaðarlegu þýðingu til að koma Hitler í uppnám?

Benedikt V. Warén, 21.3.2018 kl. 08:44

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland tekur til að mynda þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og íslenski forsætisráðherrann yrði að athlægi í veröldinni ef hann héldi því fram að Ísland hafi verið hlutlaust ríki eftir að það fékk aðild að NATO, þar sem Ísland var stofnfélagi.

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússland ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 21.3.2018 kl. 11:19

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Herskip frá öðrum Evrópuríkjum koma reglulega til Íslands.

"Fastafloti Atlantshafsbandalagsins, Standing Naval Force Atlantic, kemur í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur 24.-27. apríl næstkomandi. Í flotanum eru átta herskip frá sjö aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Noregi og Spáni.


Íslandsheimsókn fastaflotans er liður í reglubundnum heimsóknum hans til aðildarríkja bandalagsins, en fastaflotinn heimsótti Ísland síðast í ágúst 1996.


Yfirmaður fastaflotans er þýski flotaforinginn Gottfried A.W. Hoch."


Fastafloti Atlantshagsbandalagsins heimsækir Reykjavík


Ísland og Danmörk eru stofnfélagar í NATO
og Landhelgisgæslan og danski sjóherinn eru í miklu samstarfi hér á Norður-Atlantshafi.

"Landhelgisgæslan og danski flotinn hafa um árabil átt í góðu samstarfi, einkum á sviði eftirlits- og öryggismála. Í janúar 2007 var undirritaður samningur um nánara samstarf milli Landhelgisgæslunnar og danska flotans er varðar leit, eftirlit og björgun á Norður- Atlantshafi og hefur samkomulagið styrkt samband þjóðanna á þessum sviðum.

Samstarf Íslendinga og Dana er afar mikilvægt fyrir öryggi við Íslandsstrendur sem og vegna fyrirsjáanlegra breytingar á siglingaleiðum um Norður-Íshafið.
"

Landhelgisgæsla Íslands


"Stofnfélagar NATO (1949):

     

    Ríki sem fengu inngöngu síðar:

      Þýskaland gekk í sambandið sem Vestur-Þýskaland og landsvæðið sem áður var Austur-Þýskaland varð hluti af NATO með sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990."

      Þorsteinn Briem, 21.3.2018 kl. 11:23

      10 Smámynd: Þorsteinn Briem

      "Ísland og Noregur undirrituðu í apríl 2007 tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

      Þann sama dag undirrituðu Ísland og Danmörk yfirlýsingu um samstarf ríkjanna um öryggis- og varnarmál og almannavarnir. Í samkomulaginu og yfirlýsingunni er vísað til aðildar Íslands, Noregs og Danmerkur að NATO og þeirra skuldbindinga sem af því leiða.

      Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta sameiginlega hagsmuni og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi. Unnið er að útfærslu einstakra verkefna. Ísland gengur til þessa samstarfs með það að markmiði að leggja sitt af mörkum til sameiginlegs öryggis, eins og aðrar þjóðir."

        Þorsteinn Briem, 21.3.2018 kl. 11:25

        11 Smámynd: Þorsteinn Briem

        Kína heldur lífinu í Norður-Kóreu, eins og Evrópusambandið heldur lífinu í Íslandi.

        Um
        84% af öllum útflutningi okkar Íslendinga voru seld til Evrópska efnahagssvæðisins árið 2009, þar af um 80% af öllum sjávarafurðum okkar og 90% af öllum iðnaðarvörum.

        Og um 70% af erlendum ferðamönnum sem dvelja hér á Íslandi eru búsettir á Evrópska efnahagssvæðinu en á því svæði eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

        Lífskjör hér á Íslandi myndu einfaldlega hrynja strax ef við Íslendingar gætum ekki lengur selt sjávarafurðir til Evrópusambandsríkjanna og þar að auki greiða þau hæsta verðið fyrir íslenskar sjávarafurðir.

        Í Evrópusambandsríkjunum býr um hálfur milljarður manna sem neytir árlega um tólf milljóna tonna af sjávarafurðum og árið 2006 var afli íslenskra skipa tæpar 1,7 milljónir tonna.

        Þar að auki eru lágir tollar á íslenskum sjávarafurðum í Evrópusambandsríkjunum, eða 650 milljónir íslenskra króna árið 2008.

        Um 65% af öllum innflutningi okkar Íslendinga var keyptur frá Evrópska efnahagssvæðinu árið 2009 og þá voru um 84% af öllum útflutningi okkar seld þangað.

        Þorsteinn Briem, 21.3.2018 kl. 11:35

        Bæta við athugasemd

        Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband