VR ætlar ekki að taka þátt í þjóðhagsráði.

  • Fyrir 9 árum fyllti almenningur Austurvöll laugadag eftir laugadag og ríkisstjórn Geirs Haarde var hrakin út úr stjórnarráðinu. Þúsundir launafólks fylkti liði mánuðum saman.

austurvöllur

Almenningur snéri baki við ASÍ algjörlega eftir að það hafði brugðist launafólki í landinu. Miðstjórn ASÍ reyndi að blása til funda víða um landið en launafólk hunsaði þessa fundi algjörlega.

Núna, loksins núna eru stærstu grasrótarfélögin að taka við sér og má alveg reikna með því i haust að það verði hressileg hallarbylting í miðstjórn ASÍ.

Samtök atvinnurekenda hafa barist fyrir tilvist þjóðhagsráðs þar sem þeir ætla sér að verða einráðir um kaup og kjör á Íslandi.

Fótafúnir miðstjórnarmenn ASÍ hafa fallist á þessa leið til að koma böndum á baráttuglöð verkalýðsfélög og félög opinberra starfsmanna en einkum og sérstaklega kennara.

Nú er ljóst að draumur atvinnurekenda-samtakanna gengur ekki eftir, því að það er skapast meirihluti gegn Salek fyrirbærinu innan ASÍ og grunnskólakennarar hafa í raun þegar hafnað salek og síðasti múrsteinninn verður væntanlega brotinn nú með því að hafna salek samningum gamla formannsins sem kolféll í kosningum innan Félags grunnskólakennara fyrir skömmu.

Nú er nauðsynlegt að byggja brýr milli launafólks hvar sem það er skipulagt í verkalýðsfélögum til að hrinda af sér möru valdsins í landinu sem er hjá samtökum atvinnurekenda þar sem þeir maka endalaust krókinn með því að ganga í sjóði fyrirtækjanna sem launafólk byggir upp með vinnu sinni.

Þetta eru þeir aðilar sem halda niðri launum kennara, halda niðri launum opinberra starfsmanna, halda niðri launum ófaglærðs fólks sem starfar í skólum landsins og heldur niðri eftirilaunum og örorkubótum.

VR ætlar ekki að taka þátt í þjóðhagsráði. Sú hyldjúpa gjá sem myndast hafi með bónusgreiðslum stjórnenda fyrirtækja og ákvörðunum kjararáðs verði ekki brúuð með þeirri leið sem til standi að fara.
RUV.IS
 

mbl.is Áskorun um að beita hlutarfjáreign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband