8.4.2018 | 13:12
Siðleysið ríður við einteyming
- Þessi málflutningur er á ótrúlega lágu plani. Maðurinn er dæmdur fyrir mjög alvarlegt brot gegn þjóðinni. Fyrir landráð.
Það breytir engu hvað Alþingi gerir nú, hann hefur þegar verið dæmdur af æðsta dómstól Íslands og af mannréttindadómstólnum og þingið getur ekki hreinsað æru hans eða afmáð dóminn yfir honum.
Þessi maður hefur enn ekki beðið þjóðina um að fyrirgefa sér gjörðir sínar.
- Þessi málflutningur lýsir aðeins siðleysi þeirra aðila sem bera slíkt mál á borð fyrir Alþingi sem er greinilega til þess ætlað að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarfið.
Það hefur örugglega sýnt sig, að það var rétt að ákæra Geir Haarde enda komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um brjóta ákvæði í stjórnarskránni sem er alvarlegt athæfi gegn þjóðinni.
Það er auðvitað glórulaus forheimska að halda það að dómstóllinn hafi gert mistök.
Enda komst mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hann hafi fengið réttláta dómsmeðferð.
Vill fella ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var sakfelldur af Landsdómi, til að mynda hæstaréttardómurum, fyrir brot á stjórnarskránni.
Og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, ætti að sjálfsögðu ekki að þurfa að segja lögfræðingnum Bjarna Benediktssyni að breyta þurfi stjórnarskránni til að hægt sé að leggja niður Landsdóm.
"Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur rétt að "setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.""
"14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál."
Stjórnarskrá Íslands
Lög um Landsdóm nr. 3/1963
Lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963
Þorsteinn Briem, 8.4.2018 kl. 16:16
"Í Landsdómi sitja fimm hæstaréttardómarar, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, prófessor í stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og átta einstaklingar sem Alþingi kýs."
Kosning Alþingis í Landsdóm 11. maí 2005:
"Kosning átta manna í landsdóm og jafnmargra varamanna til sex ára, skv. 2. gr. laga nr. 3 19. febrúar 1963, um landsdóm.
Aðalmenn: Linda Rós Michaelsdóttir kennari, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl., Fannar Jónasson viðskiptafræðingur, Hlöðver Kjartansson lögmaður, Dögg Pálsdóttir hrl., Brynhildur Flóvenz lögfræðingur."
Þorsteinn Briem, 8.4.2018 kl. 16:23
30.8.2010:
"Jónatan Þórmundsson lagaprófessor segir við Pressuna að í sambærilegum málum erlendis hafi dómar í flestum tilfellum verið vægir.
Þannig hafi Erik Ninn-Hansen hlotið fjögurra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm þegar Landsdómur í Danmörku komst að þeirri niðurstöðu að hann hafði misbeitt valdi sínu í svokölluðu Tamílamáli.
Það var árið 1995 og var það í fyrsta skipti í 85 ár sem Landsdómur í Danmörku var kallaður til."
Fara ráðherrar fyrir Landsdóm? Ólíklegt að fangelsi bíði þó sektardómur verði kveðinn upp
"Landsdómur í Danmörku (d. rigsret) er skipaður allt að 30 dómendum, fimmtán dómendum Hæstaréttar og fimmtán dómendum sem kjörnir eru af þjóðþinginu.
Í Tamílamálinu sátu í honum tuttugu dómendur (UfR 1995:416)."
Ráðherraábyrgð - BA ritgerð til prófs í lögfræði í febrúar 2009, bls. 17
Þorsteinn Briem, 8.4.2018 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.