Hryðjuverkamenn í valdastólum herveldanna

  • Furðulegir tímar og fasisminn veður fram sem aldrei fyrr

Nú þessa daganna vaða fram þau herveldi sem telja sig hafa löggæsluvald yfir öðrum þjóðum. Nú varpa herveldin þrjú sprengjum yfir eitt af einræðisríkjum heimsins sem á í blóðugri styrjöld við þessi sömu ríki. Með stuðningi fyrrverandi stórveldis og einveldis þar sem lýðræði er enn lítt þroskað.

  • Þessi hefndar árás bitnar nær eingöngu á saklausu og stríðsþjáðu fólki.

Í öllum þessum herríkjum ráða hagsmunaöfl gjörðum ríkisstjórna þessara ríkja sem eru algjörlega háð þessum ólýðræðislegu öflum. Nákvæmlega engu er hægt að treysta sem sannleika sem þessir aðilar segja.

Hálmstráið sem þau afsaka sig með er, að sagt er að Sýrlandsstjórn hafi látið varpa eiturefna-sprengjum yfir saklausa borgara. Ef satt er, væri það auðvitað skelfilegur glæpur gegn íbúum þessa lands. En þessi þrjú ríki hafa auðvitað ekkert umboð frá almenningi heimsins til að hafa með löggæslu að gera.

Engin ríki hafa sýnt almenningi í fjarlægum löndum jafn mikla grimmd í gegnum tíðina og Frakkland, Bretland og Bandaríkin hin síðari árin. Jafnvel fasisminn í Þýskalandi og í Rússlandi er bara smávandi í slíkum samanburði og er þá mikið sagt.

  • Þetta eru ríkin sem telja sig vera fyrirmyndar lýðræðisríki og sérstaka boðbera kristninnar.En gefa ævinlega skít í öll slík gildi þegar það hentar þeim.

Rifjum upp „gullnu regluna“ Fyrst eins og hún birtist hjá Lúkasi: 
„Eins og þér viljið að aðrir menn geri við yður, svo skuluð þér og þeim gera.“ (Lúk. 6:31) Með öðrum orðum, að við eigum ekki að launa illt með illu heldur koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.

Gullna reglan svokallaða er ein megin undirstaða kristinnar siðfræði. Hana er að finna í ræðu Jesú Krists í Matteusarguðspjalli sem kölluð er fjallræðan.

Gullna reglan hljóðar þannig með orðum Jesú:
„Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“ Síðan bætir hann við: „þetta er lögmálið og spámennirnir“ - eða með öðrum orðum, þetta er öllum öðrum boðum mikilvægara.

  • Með þessari einföldu reglu gerir Jesús umhyggjuna fyrir náunganum að kjarnanum í lífi hvers kristins manns. Enginn getur fylgt Jesú nema með því að sýna náunganum kærleika í verki.

Gullna reglan eins og hann setti hana fram er byltingarboðskapur og sem slíkur er hann undirstaða allra hugmynda okkar nútímamanna um jafnrétti, manngildi og mannréttindi. Jesú var drepinn fyrir boðskap sinn af fasistaöflum.

  • Svipuð regla er í nær öllum megin trúarbröðum heimsins.

Bara þetta segir okkur, að háttarlag þessara ríkja eru algjörlega ókristilegt og einnig viðbrögð NATÓ og ESB. Í raun er þetta hreinn fasismi af verstu gerð. Það er auðvitað löngu ljóst að flest ríki heimsins eru algjörlega undir hælnum á valdamesta stórveldinu.

Heimsvaldastefna sem er í algjörri andstöðu við tærustu viðhorf vinstri manna, er eiga sér rætur í boðskap smiðssonarins eða iðnemans forðum.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.
 
 

mbl.is Heimurinn stendur aðgerðalaus hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríki heims  (öryggisráðið) hefur oftar en ekki ætlast til að USA vinni fyrir þau lögregluverkin

svo sakar ekki að hernaðrbrölt í öðrum löndum virðast alltaf auka vinsældir heima fyrir

Vinsældir Trump ekki meiri

Grímur (IP-tala skráð) 15.4.2018 kl. 14:52

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Viltu ekki upplýsa okkur fáfróða um þau tilvik kæri Grímur. 

Kristbjörn Árnason, 15.4.2018 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband