Enn hvað það verður gott og notalegt að búa í borginni næsta kjörtímabil

  • Mikið erum við Reykvíkingar vinsælir, næstu fjögur ár verða þægileg

Nú ku 17 aðilar hafa tilkynnt um framboð sitt um að manna borgarstjórnina. Sumir gera það með söng og hljóðfæraslætti á meðan aðrir fara með veggjum og hafa frekar hljótt um þá ætlan sína.

A.m.k. þrjú þessara framboða bjóða upp á algjör kraftaverk sem flestir með æfðan vöðva milli eyrnanna sjá, að þessir aðilar geta engan veginn haft vald á að framkvæma eða ætla öðrum að framkvæma verkið.

Í rauninni fer nú fram svipað leikrit eins gerist í náttúrunni er frjáls í karldýr skóginum dansa rúmbu fyrir kvendýrin og sýna þannig hvað þeir eru stórkostlegir á fengitímanum. Allt er gert fyrir lúkkið.

Eitt framboðið ætlar að byggja upp borgarlínu sem á að fara neðanjarðar á viðkvæmum svæðum. Ofanjarðar verða síðan ræktuð pálmatré. Greinilega er reiknað með öruggu fjárstreymi ríkissjóði. Því borgin ein og sér ræður ekki við svona verkefni.

Eitt framboðið ætlar að lækka skatta, sá flokkur hefur reyndar notað þetta trix í áratugi með góðum árangri án þess að þurfa nokkurn tíman að standa við það. Þá ætlar þessi aðili að fella niður fasteignagjöldin af okkur sem eru komin yfir 70 ára aldurinn og stórlækka verð á nýjum byggingalóðum. Loforð sem þýðir verulega hækkun á útsvari og verulega niðurfellingu á þjónustu borgarinnar.

Þriðji hópurinn ætlar að byggja 10 þúsund íbúðir á næsta kjörtímabili. Láta vegagjöld halda áfram í Hvalfjarðargöngum, en það verður ríkisvaldsins að taka ákvarðanir um vegagjöld. Þetta framboð ætlar að byggja brú yfir Faxaflóann.

Mynd frá Kristbjörn Árnason.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Þú ert nú meiri bullukollurinn

Guðmundur Ingólfsson, 29.4.2018 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband