Ótrúlegt siðleysi

  • Gamli valdaflokkurinn býður borgarbúum upp á afdangaðan víking frá víkinga- og hrun tímabili flokksins sem borgarstjóraefni.

Eyþór Arnalds

Verkin lofa þennan mann og slóðinn eftir hann leynir sér ekki. Þessi aðili hefur auðvitað þegar skaðað samfélagið með gjaldþroti allnokkurra fyrirtækja.

Það voru ekki bara bankar sem fóru á hliðina, þúsundir heimila gerðu það enn frekar og eru þúsundir fjölskyldna að berjast við skuldir af þessum sökum. Einnig sveitarfélög eins og sérstaklega Reykjanesbær og Hafnarfjörður. 

Reykjavík skaðaðist einnig gríðarlega og er rétt núna að ná sér upp úr hrun skaðanum.  

Eitt ljótasta dæmið um hrunið er hér í Úlfarsárdalnum. Byggðin hefur staðið nær lömuð í 10 ár og nú síðustu misserin að byrja að jafna sig.

Því var það ekkert undarlegt, að þegar Eyþór gekk hér um hverfið í einu besta kvöldveðri vorsins að til hans mættu aðeins 8 gestir. Væntanlega allt innmúraðir flokksmenn. Þó höfðu flokksfélagar hans auglýst þennan viðburð rækilega.

Auðvitað vita borgarbúar og einnig íbúar hér í dalnum að Sjálfstæðisflokkurinn er lykilflokkurinn í hruninu sem var hafið strax 2006, ásamt Framsókn. Varla fara kjósendur hér að verðlauna þessum víkingi greiðann með því að kjósa hann.

En ef menn vilja endilega afturför í samgöngumálum, leikskólamálum og umhverfisvernd og einkarekna grunnskóla þá kjósa þeir Eyþór og uppstillingu hans.

Sjálfstæðismenn bjóða líka upp á markaðslausnir í húsnæðismálum, með fjárfesta í lykilhlutverkum. En það er einmitt markaðurinn sem hefur brugðist hrikalega í húsnæðismálunum, með því að fjárfestarnir hafa keyrt leigu og íbúðaverð upp í allra hæstu hæðir.


mbl.is Sjö flokkar fengju fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband