Ráðherra vill halda utan um fjárreiður hins opinbera.

  • Fyrir mér er Steingrímur Ari Arason vandaður embættismaður sem vill hafa alla hluti á hreinu.

Steingrímur Ari

Þ.e.a.s. að allir hlutir séu unnir samkvæmt góðum stjórnsýsluháttum.

  • En vandamál hans virðist vera, að hann er afar pólitískur í starfi.  

Má segja að hann fylgi pólitískri stefnu í starfi sínu sem auðvitað getur farið á skjön við pólitíska stefnu heilbrigðisráðherra.

Þá verða gjarnan átök á milli embættismannsins og ráðherra málaflokksins. En allir vita á embættismaður að vera ópólitískur og fylgja þeim pólitísku stefnumiðum sem heilbrigðisráðherra setur ´sínu starfi.

Heilbrigðisráðuneytið hefur frá 2015 sett reglur um takmarkanir á ráðningum á fleiri sérfræðingum samkvæmt tilteknum rammasamningi ráðuneytisins við sérfræðilækna. 

Það stafar af því að sífellt aukinn kostnaður ríkisins vegna hefur þótt óhóflegur vegna þessa fyrirkomulags og ástæða þykir til þess að gera breytingar á honum nú í haust og efla göngudeildarþjónustu Landspítalans á fjölmörgum sviðum.

Steingrímur er m.ö.o. ósammála þessum takmörkunum.  Það var ekki núverandi heilbrigðisráðherra sem setti þessar takamarkanir. Það var gert í tíð Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra.

Svandís Svavarsdóttir

Svandís hefur lýst sig sammála þessum takmörkunum að sinni á meðan fundnar eru nýjar og betri lausnir sem gætu farið betur með skattfé skattgreiðenda.

Greinilegt er að Svandís vill bæði fara vel með takmarkað skattfé landsmanna og bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu.

 Allir hafa þessir ráðherrar átt í orðaskaki við embættismanninn

  • Álfheiður Ingadóttir og Ögmundur Jónason árin 2009 til 2013 í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur
    *
  • Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra árið 2013  ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 
    *
  • Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra  árið 2017. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar
    *
  • Svava Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra árið 2018. Ríkisstjórn Katrínar Jakopsdóttur



 

 

 


mbl.is Telur ráðherra brjóta gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ráðherra ber vitanlega að fylgja lögum og reglum. Hann getur ekki breytt leikreglunum eftir á að eigin geðþótta. Menn þurfa ekki að vera pólitískir til að benda á þetta. En þeir þurfa hins vegar að hafa hugrekki og heiðarleika.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.6.2018 kl. 19:36

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

eg er sammála þér um það Þorsteinn, en kostnaður hefur aukist úr öllu hófi vegna þessa samnings og gríðarlegir fjármunir hafa verið í frjálsu flæði til þessara aðila undanfarin ár. Það er í raun Kristján Þór sem setur á þetta flæði einhverjar hömlur. Seinni tíma ráðherrar hafa verið sammála. 

En það er auðvitað algjört einsdæmi að embættismaður starfi samkvæmt eigin persónulegri línu í sínu starfi. Slíkt gengur ekki. En auðvitað verða menn að finna á þessu eðlilega lausn. Einnig verður að virða vilja almennings um uppbyggingu í heilbrigðiskerfinu. 

Kristbjörn Árnason, 10.6.2018 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband