Engin virðing borin fyrir vinnuvernd

  • Þetta er ótrúlegt.

En Vinnuverndalögin frá 1980 ná ekki um borð í fiskiskip. En svona háttsemi formanns í verkalýðsfélagi er auðvitað óforskömmuð.

En frá 1999 hefur orðið sú breyting er hér segir í 2. grein reglugerðar um veru barna og ungmenna í fiskiskipum: 


Gildissvið.
  • Reglugerð þessi gildir um skipverja á fiskiskipum.
  • Eigi má hafa yngri mann, karl eða konu, en 15 ára við vinnu á fiskiskipi. 
  •  
  • Um vinnu skipverja sem ekki hafa náð 18 ára aldri fer eftir ákvæðum reglugerðar um vinnu barna og unglinga, nr. 426/1999.

Moggi litli er auðvitað ekkert betri fyrir að hampa þessu ábyrgðarleysi. Menn ættu að spyrja sig hvers vegna Vinnuverndarlögin ná ekki yfir vinnu til sjós.

En það er hluti af samningum íslenska ríkisins við EB á sínum tíma þegar Ísland gerðist aðili að EFTA og fékk aukaaðild að Evrópubandalaginu eins og það var kallað þá, af forsætisráðherra þjóðarinnar Bjarna Benediktssyni. Síðan hafa orðið ákveðnar breytingar.

  • Íslenskum iðnaði var fórnað fyrir hagsmuni útgerðarinnar.
MBL.IS
 
„Þetta var aðeins skemmtilegra en ég átti von á,“ segir Andri Fannar Einarsson, 12 ára strákur úr Grindavík, eftir níu daga túr á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni, í samtali við mbl.is. Andri Fannar kom í land á mánudaginn með fullt skip af makríl.

mbl.is Tólf ára á frystitogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góði besti hættu þessu væli! Hollt og gott fyrir krakka að taka á því bara. Amk fór ég ekki illa á því að vinna erfiðisvinnu á þessum aldri. Börn eru ofvermduð í dag, kripplingar vegna meðvirkni. Hi five á þennan strák og foreldrana

ólafur (IP-tala skráð) 8.8.2018 kl. 21:56

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég hef reyndar reynslu af því í Grindavík þegar loðnuæðið gengur þar yfir. Í fyrsta sinn sem ég var vitni af því urðu fjögur slys í fyrstu vikunni í loðnutörn. Ég varð vitni að þegar unglingar voru látin gera hluti sem voru algjörlega ólögleg og mjög hættuleg.

Þar af eitt dauðaslys er maður féll milli skips og bryggju. Þá skipti máli hvort viðkomandi var að koma af skipinu eða af kæanum um borð. Þá spurningin hvaða lög giltu um slysið og hvort ekkjan fékk einhverjar bætur. 

Ég er ekkert væla, en þetta athæfi samt sem áður hrein ósvífni. Það formaður sjómannafélagsins sem stendur fyrir þessu og ber á þessu ábyrgð ásamt skipstjóra togarans. Afi þessa formanns  var lengi formaður verkalýðsfélagsins í Grindavík. Svo hann veit vel hvað hann er gera. 

Kristbjörn Árnason, 8.8.2018 kl. 23:12

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ólafur ég veit ekki hvað þú ert gamall, en ég var 9 ára þegar ég störf í sumarvinnu, það var reyndar steypuvinna og sementspokaburður. Síðan sveitin þar sem unnið var hálft árið frá 6:30 til 20:00 á kvöldin. Þar var einnig áburða-pokaburður. Þyngd þeirra var frá 50 kg upp í 100 kg þyngstu sem var kalk áburður.

Strákur þessum aldri á ekki að vinna um borð i togara og jafnvel þótt þessir kassar séu tómir. Hann hefur ekkert gott af því Það á auðvitað kæra þessa menn sem bera á þessu ábyrgð. Því miður, krakkar eru ekkert ofverndaðir í dag og almennt eru krakkar í mikilli vinnu með skóla. 

Ég hafði ekkert val er ég var barn og var hnepptur í barnaþrælkun eins og fleiri jafnaldrar mínir sem áttu fátæka foreldra 

Kristbjörn Árnason, 8.8.2018 kl. 23:20

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Samgönguráðuneyti 975/2004

Reglugerð um vinnu- og hvíldartíma skipverja á íslenskum fiskiskipum.

    1. gr.
    Markmið og gildissvið.

    Í reglugerð þessari er mælt fyrir um lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd skipverja á íslenskum fiskiskipum í tengslum við skipulag vinnutíma.

    Reglugerð þessi gildir um skipverja á fiskiskipum. 

    2. gr.
    Skilgreiningar.

    Eigi má hafa yngri mann, karl eða konu, en 15 ára við vinnu á fiskiskipi. Um vinnu skipverja sem ekki hafa náð 18 ára aldri fer eftir ákvæðum reglugerðar um vinnu barna og unglinga, nr. 426/1999.

    Í reglugerð þessari merkja eftirfarandi hugtök:

    a)

    Vinnutími: Sá tími sem starfsmaður er við störf, til taks fyrir atvinnurekandann og innir af hendi störf sín eða skyldur.

    b)

    Fiskiskip: Hvert það skip, skrásett sem fiskiskip, sem notað er til fiskveiða eða annarra veiða úr lífríki sjávar.

    c)

    Hvíldartími: Tími sem telst ekki til vinnutíma.

    d)

    Næturvinna: Vinna á tímabilinu milli kl. 00.00 og 07.00.

    e)

    Skipverji sem vinnur næturvinnu:

    i)

    annars vegar skipverji sem að jafnaði vinnur að minnsta kosti þrjár klukkustundir af daglegum vinnutíma að næturlagi; og

    ii)

    hins vegar skipverji sem ætlast er til að inni af hendi að lágmarki 25% af sínum árlega vinnutíma að næturlagi.

    f)

    Vaktavinna: Vinna sem skipt er niður samkvæmt fyrirfram ákveðnu fyrirkomulagi þar sem starfsmaður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum.

    g)

    Vaktavinnuskipverji: Skipverji sem tekur þátt í vaktavinnu.



    3. gr.
    Vinnu- og hvíldartími.

    Sérhver skipverji skal eiga rétt á nægilegri hvíld og skal hámarksfjöldi vinnustunda á viku takmarkaður við 48 klukkustundir að meðaltali reiknað yfir viðmiðunartímabil sem ekki er lengra en 12 mánuðir. Mörk vinnu- eða hvíldartíma skulu vera annaðhvort:

    a)

    vinnutími sem ekki má vera lengri en 14 klst. á hverju 24 klst. tímabili og 72 klst. á hverju 7 daga tímabili, eða

    b)

    hvíldartími sem skal að lágmarki vera 10 klst. á hverju 24 klst. tímabili og 77 klst. á hverju 168 klst. tímabili.


    Hvíldartíma má skipta í tvö tímabil og skal annað vara að lágmarki í 6 klst. Tímabilið milli tveggja hvíldartíma má ekki vera lengra en 14 klst.

    Skipstjóri getur krafist þess að skipverjar vinni þann fjölda vinnustunda, sem nauðsynlegur er fyrir öryggi skipsins, allra um borð, búnaðar eða farms, eða til að koma til hjálpar öðrum skipum eða mönnum í sjávarháska.

    Kristbjörn Árnason, 9.8.2018 kl. 07:07

    5 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    Vinna barna og unglinga

    Barn að leik

    Íslensk ungmenni byrja snemma að vinna, mörg hver með námi, og í ýmsum starfsgreinum, t.d. í matvöruverslunum, á skyndibitastöðum og við blaðaútburð. Nokkuð er um að unga fólkið vinni langan vinnutíma og taki á sig ábyrgð umfram það sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til en ljóst er að því fylgir óhjákvæmilega álag.

    Ungu fólki er hættara en hinum eldri við að lenda í vinnuslysum og óhöppum (heimild: Eurostat og vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins) en slíkt má rekja til skorts á þjálfun og starfsreynslu og vanþekkingar á mikilvægum þáttum er varða öryggi og heilbrigði við vinnu. Ungt fólk er ennfremur áhættusæknara en hið eldra og því hættara við að lenda í slysum og óhöppum.

    Ljóst er að hátt hlutfall vinnuslysa, óhappa og áreitni meðal ungs fólks má að einhverju leyti rekja til þess að þessi hópur vinnur oft við slæmar aðstæður og óhentugt vinnuskipulag. Mikilvægt er að kenna ungu fólki hvernig verjast megi slysum, álagsmeinum og áreitni og stuðla þannig að vellíðan þessa hóps í vinnu bæði nú og síðar á starfsævinni.

      Ýmis hollráð:

      Hollráð fyrir verkstjóra
      Hollráð fyrir foreldra
      Öryggi ungs starfsfólks á vinnustað
      Rétturinn til heilbrigðis og öryggis á vinnustað

      Kristbjörn Árnason, 9.8.2018 kl. 07:10

      6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

      Það er auðvitað alveg voðalegt að drengurinn hafi fengið að reyna sig á sjónum og þótt það skemmtilegt. Til allrar hamingju er nóg af ríkisstofnunum sem yfirleitt sjá um að hindra slík voðaverk með reglugerðafargani og vitleysisgangi. 

      Þorsteinn Siglaugsson, 9.8.2018 kl. 10:38

      7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

      Þorsteinn, það er ekkert að því að börn og ungmenni gangi að einhverjum störfum. En það er ekki  sama um hverskonar störf er að ræða. Þá skiptir lengd vinnutíma einnig verulegu máli. Ég er það gamall og kom úr fátækri verkamanna fjölskyldu og það var hlutskipti mitt að hefja störf 9 ára í steypuvinnu. Síðan vinna öll sumur í sveit og fiskvinnsla uns skólagöngu lauk og aukastörf með skólum. 


      Þetta var allt í lagi fannst mér enda hafði ég gaman af vinnunni en datt fljótt út úr fótboltanum. En bakið var þegar stórskaddað þegar ég var 14 ára. Það þótti bara eðlilegt þá. 

      En vitum í dag að slíkt er ekki eðlilegt. 

      Kristbjörn Árnason, 9.8.2018 kl. 10:53

      8 identicon

      Þetta er svo mikið væl og tuð

      Ekki var mér meint af þegar ég fór 10-12 àra à sjó með föður mínum à togara.

      Það var gaman að prófa ýmis störf en uppà dekki þar sem net og annað var màtti ég ekki koma nàlægt.

      Að slægja fisk eða raða í kör hjàlpaði ég við sem og eldamennsku.

      Ekki varð mér meint af þessu.

      Arnar (IP-tala skráð) 9.8.2018 kl. 12:34

      9 Smámynd: Kristbjörn Árnason

      Ekk veit hver þú ert Arnar, en þetta eru mjög mikilvæg lög. Sjómmenn virða auðvitað ekki regluna um hámarksvinnutíma á sólarhring sem  eru 14 tímar og lágmarkshvíldartími 10 stundir á sólarhring. Þræls óttinn er að drepa sjómenn en þau ákvæði um hvíldartímann skriðu inn rétt fyrir aldarmótin. 

      Auðvitað varst þú og faðir þinn bara heppinn og ég líka. Pabbi þinn hefur haft þig í bandi eins og gert var á fyrstu togurunum. En ég hef verið með alvarlega laskað bak í nær 60 ár eftir þá barnaþrælkun sem ég bjó við sem krakki. Ég vona bara að þú verndir þín börn betur. 

      Kristbjörn Árnason, 9.8.2018 kl. 15:17

      10 identicon

      Sæll Kristbjörn. Ég þakka þér kærlega fyrir þennan nauðsynlega og sanna pistil. Það skilur enginn nema sá sem hefur reynt á eigin barnslíkama og ábyrðartilfinninga-sálinni, hvernig ofálag á barn fer með heilsuna.

      Mér finnst undarleg réttlætanleika þöggun yfir þessu réttindabroti á barnungum drengnum í fréttinni.

      Er kannski verið að venja þrælsótta-innrættan landann við að barnaþrælkun sé í lagi, þrátt fyrir að siðmenntaðra ríkja lög banni slíkt barnaþrælahald?

      Ég bara spyr?

      M.b.kv.

      Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2018 kl. 20:43

      Bæta við athugasemd

      Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband