Grjóti kastað úr glerhúsi

  • Furðuskrif Sturlu bera svo sannarlega vott um sérkennilegt siðgæði finnst mér.

Bæði er það, að það getur enginn vænst þess að fyrir þeim sé borin virðing eða traust nema að hafa áunnið sér með raunverulegum hætti virðingu annarra eða traust.

Sturla kýs greinilega að gleyma því, að einmitt Alþingi og ráðamenn þar höfðu í nær tvo áratugi gjörsamlega brugðist þjóðinni.

  • Þessir sömu ráðamenn og félagar Sturlu hafa enn ekki litið í eigin barm og eða beðið þjóðina afsökunar á atferli sínu er nær leiddi þjóðríkið til glötunar. Með því allsherjarhruni sem varð 2008.

Reyndar átti spillingin í þeim gamla valdaflokki er Sturla telur sig í, að vera orðin öllum ljós löngu fyrir hrun. Eftir að í ljós kom að fjölmargir aðilar báru ógrynni fjár í flokkinn og í ýmsa félaga hans.

Engum ber skylda til að bera einhverja sérstaka virðingu fyrir Alþingi sem er það fólk sem þar starfar en ekki húsið sjálft. Það er fráleitt. Ráðamenn í borginni geta heldur ekki vanvirt Alþingi. Alþingismenn þurfa enga hjálp í þeim efnum.

  • Steinninn „Svarta keilan“ eftir Santiago Sierra er góður minnisvarði um tímabundinn sigur lýðræðisins yfir valdhöfum Íslands
    *
  • En ekki get ég sagt að mér finnist minnisvarðinn fallegur en hann er mikilvægur einmitt á þessum stað og minnir m.a. á vinnubrögð Sturlu og félaga, er láta menn úti í bæ ráða gjörðum sínum.

Vert er að taka undir að illa hefur verið farið með þetta svæði sem Sturla kallar „Landsímareit“ og er það auðvitað vanvirðing við almenna borgara í Reykjavík.

En það er ekki við núverandi borgarstjórn að sakast í þeim efnum og Sturla ætti auðvitað að ræða við gamla flokksfélaga um þessi hrikalegu umhverfisslys.

Fyrsta slysið var auðvitað þegar litlu timburhúsin voru rifin sem stóðu á þessu horni þar sem þetta svonefnt „Landssímahús“ stóð. Ég kom nokkrum sinnum í annað húsið er ég var krakki þar sem Rauði krossinn starfaði.

Annað mjög alvarlegt slys varð þegar stóra húsið var byggt og kennt við Ragnar í Markaðnum. Þarna réðu peningasjónarmið ferðinni og stjórnmálaflokkur slíkra sjónarmiða.

Ekki hefur verið upplýst hve mikið þessi Ragnar þurfti að greiða í flokkssjóði Sjálfstæðisflokksins fyrir byggingarleyfið.

  • Það greinilegt, að ,,Svarta keilan" hefur haft áhrif
RUV.IS
 
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis, segir stjórnendur Reykjavíkurborgar sýna Alþingi og umhverfi þess „fullkomið virðingarleysi“ með framkvæmdum á svokölluðum Landsímareit við Austurvöll, sem hann kallar skemmdarverk. Þá segir hann allt benda til að borgarstjór...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband