Skólabörn eru greinilega úr plasti að mati sumra.

  • Útgerðin gerir út á þorskveiðar, en fjölmargir aðilar gera út á grunnskólabörn til að hafa af þeim tekjur
    *
  • Það er ekki verkefni grunnskólanna að vera með barnagæslu fyrir vinnandi fólk eða fyrirtækin í landinu.

álftamýrarskóli

Ef t.d. langskólagengið fólk er að eignast börn verður það gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að þau eru lifandi verur sem verður að sinna. Þau eiga ekki að vera fyrir neinum.

Verkefni grunnskólanna og markmið er að þjónusta nemendur sína og veita þeim menntun eftir bestu getu skólanna.

Til viðbótar við skyldur foreldra í þeim efnum.Það eru gerðar miklar kröfur til nemenda og þeirra starfsár eru löng.

Einnig verða bæði foreldrar og jafnvel aðilar sem hafa foreldra í störfum að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd, að það eru aðilar sem halda uppi gríðarlegri starfsemi þar sem grunnskólabörn er markhópurinn strax eftir að skóla lýkur hjá grunnskólanemendum á hverjum degi. 

Frítími sem á að vera hvíldartími og frídagar hvíldardagar þeirra eru einnig nýttur til fulls til að þjóna hagsmunum annarra en nemenda.  Þessir markaðsaðilar eru sífellt að maka krókinn.


Þetta eru t.a.m. íþrótta félög og ýmsir aðrir aðilar sem skipuleggja starfsemi sína þannig að kornungir nemendur hafa nánast engan frítíma fyrir sig.

Enginn tími er fyrir næðis stundir hjá nemendum t.d. með foreldrum sínum sem er börnum ákaflega mikilvægt. Þetta hefur  sett heimanám barnanna í algjört uppnám í flestum fjölskyldum.

Þessi daglegi klukkutími sem er áætlaður fyrir heimanám fer í allt annað enda sést það almennt á árangri barna.

Aldrei hefur verið skoðað eða rannsakað hvaða áhrif þetta ofurálag hefur á námsárangur nemenda á öllum aldri eða jafnvel hver uppeldisáhrifin eru.  Almennt verður bara að segja, að meira verður ekki lagt á þetta fólk.

Grunnskólanemendur eru ekki gerðir úr plasti og öll eins, innst sem yst. Þeir eru lifandi verur sem eiga að fá að undirbúa sig undir lífið með eðlilegum hætti.

Til er lög frá 1980 um vinnu barna og ungmenna. Engin lög eru til um hversu mikið má leggja á börn umfram eðlilega skólagöngu t.d. í íþróttaiðkun.


En það er ljóst, að það má örugglega ná betri árangri  hjá börnum í grunnskólum landsins ef allt heimanám yrði fært inn í skólanna og heimanámstíminn yrði nýttur þar og færi fram í umsjón kennara.  

 


mbl.is Fjöldi kennslutíma á pari við OECD-ríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Í Japan lætur fólk það eiga sig að eignast börn ef það sér ekki fram á að geta lagt það á sig sem þarf til að koma þeim til manns. Það lýsir ábyrgðarkennd. Ég hugsa að það viðhorf að fólki beri einhver "réttur" til þess að eignast börn kæmi Japönum spánskt fyrir sjónir.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.8.2018 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband