Meirihluti á Alþingi er í raun staðfestur gegn orkusölu til Evrópu

  • Hverfa­fé­lög Sjálf­stæðis­flokks­ins í Smá­í­búða-, Bú­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­ur ályktaði með eftirfarandi hætti:

„Fund­ur­inn skor­ar ein­dregið á for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins að hafna þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins á þeim grunni að hann stang­ast á við ákvæði stjórn­ar­skrár­inn­ar, opn­ar Evr­ópu­sam­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auðlind Íslands og hækk­ar verð á raf­orku og af­leiðing­ar til langs tíma eru óviss­ar.“

Kárahnjúkavirkjun

Einnig var rifjað upp á fund­in­um álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins frá því fyrr á þessu ári þar sem hafnað var því að frek­ara vald yfir ís­lensk­um orku­mál­um yrði fært í hend­ur stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ef  þetta viðhorf sem þessi ályktun lýsir samhljóða viðhorfum flokksins í heild sinni  er ljóst að á Alþingi, er mikill meirihluti gegn því að þjóðin selji raforku gegnum sæstreng til Evrópu.

Þá liggur bara fyrir að Alþingi álykti og samþykki lög sem taka mið af þessum veruleika. Þessi skoðun er auðvitað ekkert ný með þjóðinni sem finnst nóg komið af stórum raforku samningum til erlendra aðila.

Bara til að stöðva alla tilburði Landsvirkjunar sem stöðugt vinnu að slíkri samningsgerð og í raun gegn vilja þjóðarinnar.   

 


mbl.is Flokkurinn hafni orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband