Þetta er ljóti áróðurinn

  • Sérkennilegt fréttamat Moggans.

Þetta eru raunar afleiðingar af stjórnarathöfnum Sjálfstæðisflokksins í áratugi og sér staklega nú síðustu 28 árin.

Tannlæknir

Þar sem almenna heilbrigðiskerfið hefur verið í svelti og sífellt hossað undir sérfræðilækna sem hafa fitnað af rjómaflotinu í áratugi.


Sökin er auðvitað ekki núverandi heilbrigðisráðherra sem er að reyna að vinda ofan af óskapnaði sem birtist víða heilbrigðiskerfinu og virðist kosta þjóðina meira og meira ár eftir ár. Það nauðsynlegt að fara vel með skattfé íslendinga. 

Eða er fólk að biðja um, að íslenska þjóðin hafni regluverki ESB um að fólk geti leitað milli landa eftir læknisaðstoð? 

Þótt ríkisvaldið breyti þessum reglum mun fólk áfram fara til útlanda til að fá læknishjálp.

Dæmið um tannlækningar er sláandi um hvernig sérfræðingar hafa getað okrað á fólki og sennilega einnig á samfélaginu.


mbl.is Neyðist til að fara í brjóstnám erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, það er heldur betur verið að fara vel með skattfé þegar sjúklingur og læknir eru sendir erlendis til að framkvæma aðgerð í stað þess að hún sé framkvæmd hérlendis!

Þorsteinn Siglaugsson, 14.9.2018 kl. 13:25

2 Smámynd: Mofi

https://www.youtube.com/watch?v=TTm6nLteFrQ

Mofi, 14.9.2018 kl. 15:17

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta eru bara reglur ESB og íslendingar eru aðilar að þessu regluverki í gegnum EFTA og EES. Það er morgunljóst að það er ófremdarástand í málaflokknum og hefur lengi verið. Það er löngu kominn tími til þess að gera bragabætur á málunum. Þessi ágæta kona er ekki send erlendis, hún ákveður það sjálf. Hún heldur því fram að á Landspítala hefi ekki verið í boði rétt þjónusta fyrir hana. Það er mjög sérkennilegt. 

Kristbjörn Árnason, 14.9.2018 kl. 20:41

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það að fólki sé meinað um þjónustu hér kemur ESB einfaldlega ekkert við. Og hvers vegna heldur þú því fram að tannlæknar okri á fólki? Gerir þú þér ekki grein fyrir því að ástæðan fyrir miklum verðmun á læknisþjónustu hér og erlendis er ósköp einfaldlega sú að laun hér eru langtum hærri? Eða heldur þú að tannlæknaþjónusta fyrir pólskan verkamann með þriðjung af launum þess íslenska sé ekki hlutfallslega jafn dýr og fyrir þann íslenska þótt laun pólska tannlæknisins séu líka þriðjungur af launum þess íslenska?

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2018 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband