Tilraun til að breyta sögunni

  • Það er rétt athugasemd hjá Helgu Völu þingmanni Samfylkingar að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi geti rýrt traust á Háskóla Íslands og á íslenskum stjórnvöldum.
    *
  • Íslenska þjóðin á þegar Rannsóknarskýrslu Alþingis um málið sem endurspeglar viðhorf þjóðar og stjórnvalda um hrunið.

Sérstaklega vegna þess að Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra virðist ætla að nota skýrsluna sem sé hún opinber stefna og skoðun íslenskra stjórnvalda um hrunmálin sem skýrslan er ekki.

En Bjarni afhenti David Lidington, ráðherra í bresku stjórninni og staðgengil Theresu May forsætisráðherra, í Birmingham í dag eintak af skýrslu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um erlenda áhrifa þætti bankahrunsins á Íslandi, fundi úti í Bretlandi. Er fram kemur í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um fundinn.

Það er ljóst að þarna er verið að reyna að skapa söguna upp á nýtt um hrunið að hún verði að skapi Sjálfstæðisflokksins. Það er ljóst að þessi skýrsla getur ekki verið rétt söguskoðun.

  • Því er nauðsynlegt að hrekja innihald þessarar skýrslu af þess bærum aðilum
    *
  • Væntanlega verður það gert á Alþingi
    *
  • Þessu verður að andmæla.
VISIR.IS
 
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni.

mbl.is Fjármálaráðherra fundaði með staðgengli May
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband