Það er verið að reyna afvegaleiða umræðuna um lífskjörin

  • Þessi umræða um kostnaðarmatið er ansi sérkennileg
    *
  • Foringi samtaka fyrirtækjanna vill að verkalýðsfélögin fjalli um fyrirtækin
    sem þau væru ríkisstofnun sem þau eru ekki.

Leiðtogar Starfgreinasambandsins

Kostnaður í rekstri fyrirtækja er ekki á könnu launafólks og það fær raunar litlu um hann ráðið. Þannig verður það alltaf.

Líklega eru einnig afar skiptar skoðanir um ýmiskonar kostnaðarliði í rekstri fyrirtækjanna milli launafólks og eigenda fyrirtækja sem eru eins misjöfn og þau eru mörg.

  • T.d. félagsgjöldin sem launafólk greiðir til fyrirtækjasamtakanna, er ætti eðlilega að leggja niður og að eigendur fyrirtækjanna greiddu sjálfir þennan kostnað úr eiginn vasa
    *
  • Launafólk fær heldur engu ráðið um óþarfan fjárfestingakostnað en eigendur fyrirtækjanna demba fyrirtækjunum gjarnan í yfirþyrmandi skuldir
    *
  • Verkefni verkalýðsfélaganna er aðeins að hugsa um lífskjör starfandi launafólks

    og þeirra sem eru af einhverjum ástæðum óvinnufærir og eða komnir á aldur.
RUV.IS
 
Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins ekki ráða því hvenær kostnaðarmat á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar verði kynnt. Það liggi þó þegar fyrir. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist opinn fyrir því að vinnuvikan verði stytt. Fyrsti fundur samninganefnda þei...

mbl.is „Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara svona að nefna það að fyrir utan greinar sem selja vöru og þjónustu þá erum það við sem lifum hérna sem borgum jú fyrir hana. Og gríðarleg hækkun launa þýðir einfaldlega að fyrirtækin sækja hana til þeirra sem kaupa vöru og þjónustu. Og hver skildi það nú vera? Jú það eru þá þau sömu og fengu þessar hækkanir. Sló á það lauslega að ef allir hækka um 125 þúsund eftir hvað 2 eða 3 ár þá þýðir það um 270 þúsund manns kannski sem þýðir að laun og bætur verða þarna eftir hvað 3 ár um 406 milljörðum hærri á ári. Einhverjir borga það. Fyrirtækin hljóta að þurfa að fá það inn með hækkuðu verðlagi. Og þá verða þeir fátæku aftur sem mest finna fyrir þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.10.2018 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband