24.10.2018 | 20:42
Verkalýðshreyfingin er aðeins að biðja um skattajafnrétti og meira launajafnrétti
- Í hátíðarræðu um árið, sagði skáldið eins og upp úr þurru, Þar skeit sú beljan sem ekkert rassgatið hafði
* - Það er auðvelt að minnast þessara orða þegar maður heyrir í hagfræðingum sem tala eins allt sé í góðu lagi í samfélaginu.
Það ríkir engin þjóðarsátt í íslensku þjóðfélagi þegar kemur að lífskjörum láglaunafólks. Það ríkir gríðarlegt launamisrétti, það er ekki bara vegna mjög hárra launa toppana í opinbera geiranum. Það er miklu fremur vegna gríðarlega hárra launa toppana í einkageiranum. Topparnir sem eru með ofurlaun án þess að vinna fyrir þeim.
Þá ríkir einnig skelfilegt skattamisrétti, skattar hafa sífellt hækkað á láglaunafólki allar götur frá 1996 þegar fjármagnstekjuskattur var tekinn upp. Þetta jafnaðist aðeins í 3 ár eftir hrun en síðan hefur þessi þróun haldið áfram.
Verkalýðsfélögin geta ekki gert beinar kröfur um lagabreytingar og fylgt þeim eftir. Þeirra eina leið er að gera launakröfur og þá hafa samtök fyrirtækjanna gjarnan kropið við fótskör ríkisvaldsins og hrópað á hjálp. Það er leið launafólks til að knýja fram eðlilegar og sanngjarnar lagabreytingar.
Það er hrópandi mikilvægt að minnka verulega misréttið í landinu svo það náist sanngjörn þjóðarsátt. Slík sátt verður að ná til launajöfnunar og skattajafnréttis. Ekki er ásættanlegt að skilja einhverja eftir eða búa til gervi launaflokka. Öðru vísi skapast ekki sátt og breytir þá engu hvað þessi skeggi segir.
Hvorki VR eða Starfsgreinasambandið hefur krafist að laun allra hópa hækki í launum. Krafan er um að lágmarkslaun fari í 425 þúsund á mánuði og það nær ekki einu sinni meðal markaðslaunum ófaglærðra verkamanna.
Það er þá algjörlega í valdi einstakra fyrirtækja hvort þau vilja hækka laun manna sem eru á háum markaðslaunum.
Það er þar sem vandinn liggur í launakerfinu, stórir hópar fólks eru með nettó-laun sem eru við 250 þúsund króna markið og slíkt gengur ekki upp.
Auk þess húsnæðisvandi láglaunafólks er hrikalegur er bitnar fyrst og síðast á börnum og ungmennum okkar samfélags. Á meðan fjölmargir aðrir eru með margföld laun og greiða litla skatta.
Samtal heldur áfram vegna hárra launa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.