12.11.2018 | 13:14
Tögl og hagldir
- Upplýsingar þær sem sem Stundin segir frá um feril Barna Benediktssonar eru mjög mikilvægar fyrir samfélagið
* - En það gefur ekki fjölmiðlinu leyfi til að túlka svör aðila eftir eigin hentileikum.
Það er fráleitt að túlka svör Katrínar Jakopsdóttur sem einhverja vörn fyrir Bjarna Benediktsson. Í þau 55 ár sem ég hef fylgst mjög vel með stjórnmálum hefur alveg fram að hruni þótt bæði gott og eðlilegt að alþingismenn kæmi úr atvinnulífinu og væru jafnvel mjög virkir þar.
Hægt væri að telja marga slíka upp og einnig aðra þingmenn sem voru beinlínis hagsmunagæslumenn fyrir ýmiskonar atvinnugreinar og jafnvel fyrirtæki. Þegar Katrín bendir á þetta er hún bara að segja frá staðreyndum sem voru ríkjandi fyrir hrun. Það má jafnvel enn finna slíka kvisti á þingi.
Ég fylgist vel með Katrínu og aldrei hef ég heyrt hana verja Bjarna. En hún eins og allir kjörnir fulltrúar á Alþingi vita um það sem hefur verið upplýst um hans feril og störf fyrir fjölskyldufyrirtækin.
Ég dreg reyndar í efa að hann sé í raun hættur öllum afskiptum af þessu fjölskyldu braski. Held einnig að hann hafi ríka hagsmuni af velgengni þess, bak við tjöldin. Það er beinlínis auðvelt að fela slík afskipti og svo eins og miðillinn bendir réttilega á eru þeir tveir sem eru erfingjar að eignum foreldra hans.
Vandinn er sá, að tæplega verður mynduð ríkisstjórn sem endist án þess að flokkur Bjarna komi þar nærri.
Flokkurinn hefur yfir fjórðungs fylgi og afar sterkt og valdamikið bakland utan við Alþingi. Það er valda aðili sem margir telja að hafi öll tögl og hagldir í íslensku þjóðfélagi.
En í flestum flokkum eru persónur með vafasama ferla, en hafa ekki verið dæmdar fyrir dómstólum frekar en Bjarni. Það virðist vera orðið vandi að koma saman stjórn og baklandi að ríkisstjórn án þess að slíkir aðilar komi við sögu.
En nú hefur Katrín boðað, að innan skamms verði lagt fram frumvarp þar sem gerðar verði enn ríkari kröfur til þingmanna að upplýsa um umsvif þeirra og fjölskyldna utan við Alþingi.
Skjölin sýna að Bjarni og fjölskylda hans höfðu greiðan aðgang að lánsfé í Íslandsbanka/Glitni á árunum fyrir hrunið og að Bjarni var sjálfur, og fyrir hönd fjölskyldu, mjög virkur fjárfestir samhliða þingmennsku á árunum 2003 til 2008.
Þá náðu Bjarni og fjölskylda hans að bjarga umtalsverðum eignum í aðdraganda hrunsins, bæði hlutabréfum sem þau áttu í Glitni og eins ...
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Tögl og haldir. Það er nokkuð erfit að segja orðið hagldir. Það er engu síður heitið á fyrirbærinu á myndinni.
Sigurbjörn Hjaltason (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.