Einkennileg umræða

  • Ég hef ekki vitað til þess að Seðlabankinn hafi dómsvald eða hafi haft
    *
  • Aðili sem ekki hefur slíkt vald getur ekki sektað einhverja aðila úti í bæ. En auðvitað getur bankinn kært hvern sem er rétt eins og allir aðrir aðilar í landinu
    *
  • Nema að ef bankanum hafi verið veitt vald til að dæma án þess að kærur hans færi fyrir dómstól.

Þar sem ríkissaksóknari hafði látið meint gjaldeyris svikamál niður falla vegna formgalla í framsetningu á löggjöf, er aldrei dæmt í því máli. Þ.a.l. hefur Samherji aldrei verið sýknaður af þeim ákúrum.

  • Væntanlega hefur sérstakur saksóknari og Seðlabankinn haft haldbærar sannanir fyrir sekt fyrirtækisins. Annars hefur kæran tæplega komið fram.

Um þá hlið málsins ætti umræðan að snúast, en ekki um auka atriði málsins. Tæplega hefur fyrirtækið greitt slíka sekt.

Auðvitað hefur þessi dómur ekki áhrif á stöðu seðlabankastjórans, heldur miklu fremur á starfsemi bankans eða stjórnsýslu og handvöm eða vinnusvik einhvers ráðherra.

STUNDIN.IS
 
J ón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður, fyrrverandi hæstaréttardómari og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, kallar eftir því að Már Guðmundsson og fleiri embættismenn í Seðlabankanum verði látnir víkja vegna niðurstöðu Hæstaréttar þess efnis að Seðlabankanum hafi ekki ver...

Væntanlega kemur nú sannleikurinn í ljós, hvort meint gjaldeyrissvikamál Samherja hafi komið til dóms.

En það var víst niðurfellt vegna mistaka hjá einhverjum viðskiptaráðherra sem ekki skrifaði undir lagabókstafinn. Ef það er réttur skilningur hefur Samherji ekki verið sýknaður af upphaflegu ákærunni.

Ég á auðveldara með að trúa seðlabankamönnum og sérstökum ríkissaksóknara en forstjóra Samherja.

KJARNINN.IS
 
Katrín Jakobsdóttir hefur sent bankaráði Seðlabanka Íslands bréf og óskar hún meðal annars eftir útlistun á því hvort og þá með hvaða hætti bankinn hyggist bregðast við dómi Hæstaréttar í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja hf.



mbl.is Mál Samherja hafi fengið efnisumfjöllun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband