26.11.2018 | 17:06
Að gera sig breiðan á annarra kostnað er ódýrt.
- Einkum ef það gert í eigin fréttabréfi og það þvert yfir forsíðu þess.
Ég á miklu auðveldara með að trúa því sem Már Guðmundsson hefur sagt um þetta mál Seðlabankans gagnvart Samherja og eigendum þessa fyrirtækis sem er eins og allir vita rekið á ríkisstyrkjum. Heldur en gífuryrðum útgerðarmannsins.
Már sagði, að í upphafalega gjaldeyrismálinu hefði ekki fallið dómur.
Því hefði Samherji ekki hlotið dóm vegna þess. En lögin sem bankinn varð að fara eftir höfðu ekki verið endanlega frágengin af einhverjum ráðherra.
En nú er væntanlega búið að laga þá handvöm. Það vekur einnig athygli, að seðlabankastjórinn segir aldrei neitt einasta hnjóðsyrði um útvegsbóndann.
- Þetta þýðir auðvitað einnig að Samherji hefur ekki verið sýknaður af upphaflega meginmálinu. Ásakanir bankans standa því óhraktar. Er þýðir þá einnig, að orð standa gegn orði
* - Ég hef ekki trú á því að bankinn hafi farið í alla þessa vegferð án þess að mjög sterkur grunur væri og jafnvel fullgildar sannanir um að eitthvað hafi verið gert með röngum hætti.
Gauragangur útgerðarmannsins þvær hann ekki af ákúrunum er Seðla-bankinn reisti gagnvart útgerðinni og eigendum hennar. Það er af og frá.
Ég held að það væri ráð fyrir útgerðarmanninn skoða heldur það sem Stundin skrifar um hann og félaga hans er snýr að fjármálum og útgerð. Það ætti að vera miklu áhugaverðara.
Ómerkilegheitin halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.