27.11.2018 | 20:56
Taka verður upp félagslega húsnæðislánavexti
- Það er fagnaðarefni að þessi átakshópur hafi verið stofnaður
* - Það er mikilvægt að engir fulltrúar úr byggingariðnaðinum verði fulltrúar í þessum hópi.
Ég ætla að halda því til haga, að ekki dugir að fjölga íbúðum á markaði ef ekki verði leitað félagslegra lausna er varðar húsnæðisvexti fyrir láglaunafólk.
Þá er mikilvægt að hverfa af þeirri braut, að hneppa launafólk í ánauð hjá leigufélögum um aldur og ævi. Það að segja að slík leigufélög eigi að vera óhagnaðardrifin er það engin trygging inn í framtíðina um að leigukjör verði eðlileg fyrir láglaunafólk.
Það getur ekki verið óeðlileg krafa að vextir af húsnæðislánum láglaunafólks séu niðurgreidd. Annað eins fá hvers kyns fyrirtæki í allskyns styrki.
Auk þess sem það er líklega ódýrara að aðstoða láglaunafólk með niðurgreiðslum á húsnæðisvöxtum en að styrkja það í gegnum ýmiskonar styrkjakerfi sveitarfélaganna.
Þá þurfa slík húsnæðislán að geta verið til 50 ára. Breytir þá engu hvort um er að lán til að búa í leiguíbúð eða í eignaíbúð sem er hagkvæmast.
Það er ekki boðlegt að leigjendur greiði upp skuldir og viðhald á leiguíbúðum sínum á 25 árum en hafa ekkert eignast í eigninni þótt þeir hafi greitt hana að fullu.
Átakshópur um aukið íbúðaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.