Belgingur?

  • Undanfarnar vikur hefur útvegsbóndi norðan úr landi verið með mikinn derring gagnvart þjóðinni
    *
  • Stundin hefur verið að varpa nokkru ljósi á viðskipti þessa manns sem virðist telja sig vera hafinn yfir þjóðina og hagnast greinilega á kostnað hennar og jafnvel annarra þjóða.

Derringurinn virðist vera vegna þess að Seðlabankamenn telja sig hafa áreiðanleg gögn í fórum sínum er sýna að útgerðarfélagið Samherji hafi farið á svig við gjaldeyrishaftalög eftir hrunið.

  • Væntanlega verður þetta fyrst ljóst eftir að Davíð hrökklast úr seðlabankanum.

Það er ljóst að Samherji hefur ekki verið sýknaður af ákærum Seðlabankans. Seðlabankinn útskýrði nánar þetta atriði í tilkynningu sinni með því að segja að mistök hafi verið gerð við lagasetningu um gjaldeyrishöftin á sínum tíma:

„Þá er að mati embættisins ekki hægt að sakfella vegna meintra brota sem urðu á tímabilinu 15. desember 2008 til 31. október 2009 sakir þess að samþykki viðskiptaráðherra við útgáfu reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem settar voru í desember 2008 var ekki tryggt með viðunandi hætti. Taldi embættið því ekki líklegt að saksókn myndi leiða til sakfell-ingar stjórnenda félaganna og því rétt að endursenda málið til Seðlabanka Íslands til meðferðar og ákvörðunar um hvort ætluð brot í málinu gefi tilefni til beitingu stjórnsýsluviðurlaga.“

Stundin segir frá viðskiptum Þorsteins og hvernig þau og viðskipti Samherja eru rekin í skattaskjólum. Einnig hvernig helstu eigendur Samherja koma sér hjá því að greiða tekjuskatta með eðlilegum hætti.

Samherji eins og flest útgerðarfyrirtæki njóta gríðarlegra styrkja og fríðinda frá íslensku samfélagi með því m.a. að fénýta fiskimið landsins fyrir lítið.

STUNDIN.IS
 
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti eigandi útgerðarfélagsins Samherja, á tæplega 40 milljarða króna eignir í eignarhaldsfélaginu sínu sem heldur utan um hlutabréfaeign hans í fyrirtækinu. Stærstu eignir félagsins eru hlutabréf í Samherja og tengdum félögum. Á mó...

mbl.is Fundargögnum skilað til ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband