Það vantar alla auðmýktina

  • Þessi fyrrverandi ráðherra krefst þess að honum sé fyrirgefið

,,Vil ég þó segja að mis­tök ger­um við mann­eskj­urn­ar víst og er öllu jafna auðveld­ara að dæma en að fyr­ir­gefa".

Hann hjólar í almenning og segir að hann sé ekkert verri en aðrir. Í raun og veru sýnir hann með þessu einstakan hroka með orðum sínum. 

Þótt iðnnemin forðum hafi sagt þessi orð: „Sá yðar er synd­laus er kasti fyrsta stein­in­um“ Þá á það bara ekki við í sambandi Gunnars Braga.

Smiðssonurinn var að tala til manna sem ætluðu að refsa umkomulausri konu, þeir ætluðu að grýta hana til dauða.

Ég orðlaus yfir þessum orðum alþingismannsins, hann er krefjast fyrirgefningar af því sem hann gerði og þykist ekki muna.

Til auðnast fyrirgefningu verður að sýna raunverulega iðrun og auðmýkt. Það hefur Gunnar Bragi alls ekki gert.

,,Ég mun hafa það í huga hér eft­ir og hvet ykk­ur til þess sama. Ég vona að hlutaðeig­andi fyr­ir­gefi mér þessa hegðun en vegna henn­ar hef ég ákveðið að taka mér leyfi frá þing­störf­um".

Vonandi vinnur Gunnar Bragi úr sínum vanda og lærir eðlileg samskipti við fólk.

gunnar bragi með blómSannleikurinn er auðvitað sá að hann hraktist út af þingi með skömm.

Allir sex þingmennirnir sem voru þarna staddir voru að svíkjast um á vinnutíma og sátu að sumbli.

Þeir gerðu sig seka um eitt og annað alvarlegt. Nokkuð sem annað fólk getur ekki leyft sér

 

 


mbl.is Tekur tíma að vinna úr áfallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hroki og yfirlægti einkennir þennan mann nú sem aldrei fyrr. Sama um formann Miðflokksins. Væri eitthvert vit í þessu barliði segði það af sér, allir sem einn. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband