Frjálshyggjan í fjallasal--spáð er metverðbólgu í des.án þess að gerðir hafa verið nýjir kjarasamningar.

  • Um þessar mundir er mikilvægt að rifja upp ýmsar staðreyndir lífsins hjá launafólki
    *
  • Framundan er kjarasamningagerð þar sem settar hafa verðið fram ótrúlega hófsamar kröfur um bætingu á lífskjörum láglaunafólks.


Hér hittir Gylfi naglann á höfuðið í lærðri grein. En með bráðabyrgðalögum í maí 1983 var þessi nagli rekinn í líkkistu frjálsra kjarasamninga á Íslandi. Þau lög voru síðan samþykkt á Alþingi. Gerðar voru tvær afgerandi breytingar á lögum sem snertu hag launafólks.

kjarasamningar 1

Lögin bönnuðu að gera kjarasamninga um verðtryggð laun. Þ.e.a.s. að starfslaun fólks væru verðtryggð og að þau fylgdu gildi sínu og verðmæti gagnvart mynntum helstu visðkiptalanda íslendinga.

Allir aðrir viðskiptasamningar máttu vera verðtryggðir engu að síður. Beinlínist var ætlast til þess að lánasamningar launafólks væru ævinlega verðtryggðir.

Lögin ákváðu einnig að vextir bankanna yrðu frjálsir og beinlínis krafa um að öll lán væru verðtryggð. Þ.e.a.s. að lán fylgdu sama meðal verðgildi og mynntir helstu viðskiptalanda íslendinga til viðbótar við frjálsa vexti bankana. Við þetta tækifæri tvöfölduðust vextir á örstuttum tíma.

þjóðarsáttin

Helstu vígtennur voru nú dregnar úr verkalýðshreyfingunni, því ef hreyfinginn barði í gegn launahækkanir með átökum hækkuðu greiðslur af lánum sjálfkrafa og fyrirtækin refsuðu einnig rækilega með því að velta út í verðlagið auknum kostnaði er þau sögðu að hefði orðið. Launafólki var haldið fangið í þessari spennutreyju.

Upp úr þessu sýkta andrúmslofti varð hið verðbólgu hvetjandi markaðslauna-kerfi til og láglaunafólk sat eftir á lágmarks launatöxtum. Vaxandi launamisrétti varð mjög áþreifanlegt, vísitölur sýndu vaxandi kaupmátt en taxtafólkið sat eftir á kjörum sem kviksetti það í fátækt.

Það voru gömlu valdaflokkarnir á Íslandi sem eiga allan heiðurinn af þessum frjálshyggjugjörningi sem kom næst þeim afrekum þeirra að hneppa launafólk til að greiða tíund í frjálhyggjulífeyrissjóðina. Síðan hafa þessar greiðslur nær þrefaldast.

Forráðamenn lífeyrissjóðanna fylgdu hugmyndum frjálshyggjunar algjörlega í öllum þessum gjörningum. Þetta kallaði á gríðarleg átök en hagsmunaaðilum tókst þagga málið í hel. Ýmsir forystumenn í ASÍ tóku þátt í þeim ljóta leik.

KJARNINN.IS
 
Prófessor í hagfræði skrifar ítarlega grein í Vísbendingu, þar sem fjallað er um stéttabaráttu nútímans og stöðu mála á Íslandi.
 
 
 

mbl.is Spáir 3,6% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband