Breytingar á veggjöldum?

  • Nú eru í umræðunni stórar hugmyndir um að þeir sem nota vegakerfi landsins muni eiga að greiða veggjöld.

Til að fylgjast með nýtingu hvers og eins á vegakerfinu  eiga að vera teljarar um allar trissur er fylgjast með því hvað hver einn notar vegi og götur.

bílaumferð

Svona rétt eins og augu keisarans forðum daga eða trúarlögreglan í Ísrael á dögum iðnnemans.

Þá eins og síðar varð í fjölmörgum ríkjum veraldar um aldir, að trúarbrögð voru notuð til að kúga sauðsvartan almúgann.  Enn eru slík kúgunartæki í notkun en með nýrri tækni.

Það er auðvitað allt í lagi að skipta um fyrirkomulag ef það er sanngjarnara en það sem nú er í gangi. En þá verður að skipta algjörlega um kerfi, því við sem ökum um á okkar gamla súkkí sú-bíl erum þegar að greiða há veggjöld þegar við kaupum bensín á þann gamla.

Það er viðbúið að þetta sé nauðsynlegt vegna rafbílavæðingar og eigendur rafbíla greiða lítið sem ekkert í vegagerðarsjóði. 

Einnig væri þá réttlátt að veggjöld væru mishá eftir gerð bifreiða. Að greidd væru margfald hærri gjöld af akstri þungaflutningabíla en af smábílum. Sérstaklega í þjóðvega akstri og að ekki verði tekin upp einhver afsláttarkjör fyrir suma.

Þá hljóta veggjöldin um leið hverfa af t.d. bensín bílum en eigendur slíkra  bíla greiddu þess í stað kolefnisgjald.

Nokkur sem allir ættu þá að greiða án undan-tekningar, hvort sem um er að ræða bensín- og díselbílaeigendur lítilla og stórra, allar verksmiðjur, flugvélar í lofthelgi Íslands og öll skip í landhelgi landsins. M.ö.o. allir sem skila frá sér mengandi efnum út í andrúmsloftið eða í sjó eða í jarðveg.


mbl.is Mun efla ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væntanlega þá getum við fengið afslátt af kolefnisgjöldum ef við erum t.d. með gróður í garðinum heima sem vegur upp á móti þessari "mengun" eins og þú kallar hana?

Hvernig mundir þú síðan reikna þessi kolefnisgjöld? myndi þetta eldsneytisgjald ekki bara allt í einu breytast yfir í kolefnisgjald, sami kostnaður og álögur á bílaeigendur aukast enn og einu sinni?

Persónulega er ég alfarið á móti veggjöldum, það á að nota þá aura sem skila sér í ríkissjóð í viðhaldi á vegakerfinu í stað einhvers annars.

Halldór (IP-tala skráð) 11.12.2018 kl. 13:27

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það má auðvitað hafa gaman að þessu, en þetta er alvörumál sem ekki hlaupa í af óathuguðu máli. Það hefur verið sjónarmið t.d. vinstri manna að vegakerfið skuli vera kostað af tekjuskatti. En ekki af flötum skatti eins og veggjöld eru óneitanlega. Því sjónarmiði er ég algjörlega fylgjandi því að vegakostnaður sé kostaður af tekjuskö-ttum. En nú er í raun uppi neyðarástand sem verður að bregðast við. 

Þetta má ekki verða einhver óeðlilegur viðbótaskattur sem hann yrði ef vegaskattur af bensíni verður þá ekki lagt niður á móti. En eðlilegt er að allir greiði kolefnisgjald.

Kristbjörn Árnason, 11.12.2018 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband