Bjarni talar eins og málaliði atvinnurekenda

  • Enda hefur það marg sýnt sig, að hann er þeirra maður bæði í orði og í verki
    *
  • Ekki er undarlegt að þegar ráðherrann lýsir sig sí og æ, að vera liðsmaður SA, að mótaðalinn  láti í sér heyra.

Það er bara þannig og hann veit vel að í landinu hefur verið vaxandi launamisrétti allar götur frá því að Davíð Oddsson varð forsætisráðherra.

Bjarni benediktsson 1

Ekki bara það, að á öllum þessum tíma hefur skattamisréttið einnig verið viðvarandi þótt VG hafi tekist að klóra í land á tíma vinstri stjórnarinnar og nú örlítið við þessa síðustu stjórnarmyndun.

Þá hefur flokkur Bjarna beitt sér fyrir því að brjóta miskunnarlaust niður innviði félagslegs umhverfis launafólks á ráðstíma sínum sem kemur berlega í ljós í húsnæðismálum launafólks. Stefna valdaflokksins hefur verið allsráðandi.

Verkamannabústaðakerfið sem var burðarás í húsnæðismálum láglaunafólks var aflagt bótalaust og nú skal hneppa launafólk í leiguíbúðir okurfyrirtækja. Ástandið stefnir hraðbyri verða eins og lesa má um í bókum Charles Dickens.

Valdaflokkurinn unir sér vel með gömlu dönsku stjórnarskránna að vopni og því að á Íslandi ríkir ekki fjölskipað stjórnvald og hver ráðherra er nánast alvaldur í sínum málaflokki. 

 


mbl.is „Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"...eins og..." ???

Guðmundur Ásgeirsson, 19.12.2018 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband