Meðaltölin gefa aldrei rétta mynd af kaupmætti fólks

  • Heldur ekki af skattagreiðslum

  • Það hafa komið fram réttmætar kröfur um skattajafnrétti á Íslandi
    *.
  • En einn helsti varðhundur misréttisins, núverandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson telur greinilega að misréttið sé eðlilegt.

Bjarni benediktsson 1

Almennt launafólk (öryrkjar og eftirlaunafólk) greiðir í staðgreiðslu skatta 36,94% af brúttótekjum sínum (þ.e.a.s. af öllum tekjum) undir 927 þúsundum á mánuði, til frádráttar kemur persónuafsláttur sem allir njóta er samtals 56.447 kr.á mánuði.  

Fyrir utan þessar greiðslur greiðir launafólk (fyrir utan öryrkja og eftirlaunafólk) nær 20% umsaminna tekna í lífeyrissjóð og um 6% umsaminna tekna í tryggingagjöld. (skattur greiddur eftirá) Þetta eru staðreyndirnar þótt reynt sé að breiða yfir þær.

Þá er hinn hópurinn sem greiðir í dag 22% af heildar nettótekjum sínum ( þ.e.a.s. tekjur að frádregnum kostnaði við að afla teknanna, svona rétt eins og fyrirtækin gera) í fjármagnstekjuskatt. Það eru fjárfestar, fjármagnseigendur  og í raun atvinnurekendur oftast í gegnum eignarhaldsfélög í þeirra eigu.

Þetta fólk greiðir ekki tekjuskatt, nema að það sé launafólk í fyrirtækjum sínum og greiði af slíkum launum einnig í lífeyrissjóð og tryggingagjöld. Persónuaf-sláttur nýtist þessum aðilum að fullu.  En af fjármagnstekjum er ekki greitt útsvar, ekkert í lífeyrissjóð og ekki heldur tryggingagjöld.

Í þessum seinni hópi er gjarnan hálaunafólkið sem nýtir persónuafslátt að fullu og einu aðilarnir sem geta notið lægra skattþrepsins að fullu fyrir þær mánaðar tekjur sem eru undir 927 þúsundum.

Þannig að það er verulegt svigrúm til að hækka persónuafslátt svo hann dugi til að  greiða tekjuskatt  láglaunafólks. Til þess verður að setja þrepaskipt launaþak. En einnig að fjarmagnstekjuskattur verði eins og tekjuskatturinn, með sömu hlutföllum og miðaður við brúttótekjur.

Þá tapar ríkissjóður ekki tekjum og  allir verði jafnir skattgreiðendur  rétt eins og var um 1990 þegar þjóðarsáttar-samningarnir voru gerðir. Áður en Sjálfstæðisflokkurinn tók að hækka skatta á launafólki og lækka skatta á fjárfestum og hálaunafólki.


mbl.is „Ótrúlega djarfar hugmyndir“ komið fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband