Það er um að gera að láta fulltrúa valdsins heyra það.

  • Nú eru hælisleitendur farnir að elta uppi ráðherra Sjálfstæðisflokksins þar sem þeir eru á opnum fundum flokksins
    *
  • Þeir krefjast svara frá þessum ráðamönnum gamla valdflokksins. Það er einmitt flokkurinn sem hefur helst beitt sér í gegnum tíðina gegn komu hælisleitenda til Íslands.
WWW.FRETTABLADID.IS
 
Ákaflega kjánaleg og vandræðaleg uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í dag þegar hælisleitendur kröfðu tvo ráðherra svara um sín mál.
 
  • Fram kom að hælisleitendurnir sem rætt var við eftir fundinn. Að hælisleitendur hafi um langt skeið og ítrekað reynt að fá fund með ráðherra dómsmála til að ræða sín mál, en engin svör fengið. 
Hér var ekki um að ræða sérstakan fund með ráðherrum. Heldur var um að ræða opinn fund fyrir alla sem hafa áhuga á að mæta, þar sem tveir ráðherrar fluttu erindi og svöruðu fyrirspurnum. En segja má að málefni hælisleitenda hafi auðvitað ekki verið á dagskrá fundarins.

M.ö.o. tveir af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins sem er flokkurinn sem hefur mótað stefnu íslendinga varðandi hælisleitendur sem til Íslands koma. Flokksfélagar ráðherranna voru teknir í bólinu og fyrirspurn fundarmannsins snertu fundarmenn mjög illa

Þetta forystufólk í stjórnmálum hefur gætt þess vandlega að þagga niður alla umræðu um þetta málefni í óþökk meirihluta þjóðarinnar.

Fólk verður að átta sig á þeirri staðreynd, að hælisleitendur hafa mikinn alþjóðlegan rétt samkvæmt samþykktum Sameinuðu Þjóðanna sem íslenska ríkið er aðili að.

mbl.is Upphlaup á fundi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það einkamál hælisleitanda hvað þeir eru gamlir?

Fjöldi þeirra segist vera börn og Siðfræðideil H.Í. telur að þeir hafi siðferðlegan rétt á að ljúga til um aldurinn

Grímur (IP-tala skráð) 28.4.2019 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband