Umsögn ASÍ er í fullu samræmi við 100 ára stefnu ASÍ

  • Almennt áréttar ASÍ: „Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt“.

  • Ég fann hjá mér þörf til að lesa umsögn ASÍ nánar vegna misjafnra túlkana fjölmiðla á álitinu sem hafði greinilega afvegaleitt mig eitt andartak. Umsögnin fylgir hér með í pistlinum.
     
  • En ég treysti mér ekki til að leggja mat á þennan orkupakka en get lesið umsögn ASÍ alveg skýrt. 


Þessi stefna getur ekki átt að koma neinum á óvart, því alla tíð hefur það verið stefna ASÍ að félagslegar grunnstoðir samfélagsins að vera á könnu samfélagsins, á ábyrgð þess og stjórn þess.

Hellisheiðarvirkjun

Auðvitað eru skiptar skoðanir meðal félagsmanna ASÍ um  3. orkupakkann. Það er bara eðlilegt enda um að ræða fjöldasamtök sem hafa innanborðs vel yfir 100 þúsund félagsmenn.

Þetta er um­sögn Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ)  sem er í fullu samræmi við stefnu þess

Það er greinilegt af viðbrögðum fjölmiðla, að opinbert álit ASÍ á þessum pakka er mjög oftúlkað og raunar rangtúlkað á báða bóga.

ASÍ hafnar ekki þessum hluta raforkusamninga út af fyrir sig. En varar alvarlega við enn frekari markaðs-væðingu á raforkunni því hún er ein af grunnstoðum samfélagsins .

Orðrétt segir:

„Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.

Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks“.


mbl.is Þriðji orkupakkinn „feigðarflan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband