Hver borgar hverjum?

  • Satt að segja hélt ég að það væru neytendur sem greiddu allan kostnað við innflutning á vörum til landsins í hækkuðu vöruverði.


Svo sem vörugjöld, tolla, flutningskostnað, allskonar kostnað innflytjandans og síðast kostnað smásölunnar.

Allir þessir liðir taka á sig sérstakar álagningar innflytjandans auk hrikalegs vaxtakostnaðar sem allstaðar kemur inn í myndina.

Það virðist koma úr hörðustu átt þegar kaupmenn hafna því að allir geti krafist arðs af fjárfestingum sínum. 

Kaupmenn hafa af því áhyggjur að opinberir aðilar vilji arð af fjárfestingum sínum í vöruhöfnum. Það minnkar auðvitað álagningarmöguleika þeirra sjálfra

 
„Við mót­mæl­um því að þjón­ustu­gjöld, sem eiga að standa und­ir eðli­leg­um rekstri og upp­bygg­ingu hafn­anna, séu þannig nýtt sem skatt­stofn af borg­ar­yf­ir­völd­um,“ seg­ir Ólaf­ur Stephen­sen, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda, í sam­tali við Morg­un­blaðið.


mbl.is Mótmæla hærri arðgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband