Hálfsannleikur á Bessastöðum

Eitt og annað er gott og rétt í þessari grein en annað ekki. Suma þessa stóla þekki ég frá fyrri tíð eins og t.d. Sindrastólinn og Kjarvalsstólinn.  Annað þekki ég ekki.
Kjarvalsstóll

Líklega er það rétt að öll þessi húsgögn séu hönnuð af íslendingum. En þessir framgreindu stólar eru væntanlega hannaðir af húsgagna arkitektum.

En það er því ekkert = merki milli þess að íslendingar hafi hannað þessa hluti eða hvort þeir eru smíðaðir af íslenskum húsgagnasmiðum og eða bólstraðir í landinu. Bara það sé sagt.

Glæsilegur Kjarvalsstóll á mynd.

Með fjölgun hönnuða á 7. áratugnum og eftir að Ísland gerðist aðili að EFTA höfðu íslenskir hönnuðir forgöngu um að flytja inn til Íslands erlend húsgögn og húsbúnað stórum stíl sem hönnuðir höfðu náð sér í umboð fyrir á meðan þeir voru í námi erlendis.

Því miður er það þannig, að það eru sáralitlar líkur á því að íslenskir iðnaðarmenn hafi komið að smíðinni á þeim munum sem búið er að koma fyrir úti á Bessastöðum. Ekki verður sagt að þetta séu falleg húsgögn eða þægileg.

Húsgagnahönnuðir lögðu ofurkapp á það, að fylla opinberar stofnanir af erlendum húsgögnum og öðrum búnaði sem þeir fluttu inn sjálfir eða höfðu umboð fyrir. Þetta varð til þess að íslensk húsgagnafyrirtæki voru nánast útilokuð frá því að smíða fyrir íslenskar stofnanir. Leikreglur allar voru sérhannaðar fyrir innfluttar vörur.   

Í dag er fjölbreytt flóra af alls kyns hönnuðum á Íslandi. Flest það sem þetta ágæta fólk hefur hannað og hefur komið í framleiðslu er framleitt í nokkrum löndum ASÍU.
 


mbl.is Loksins íslensk húsgögn á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband