15.6.2019 | 17:46
Gamli græðgis-söngurinn, hjá sérfræðilæknum
- Hvað sem læknar í einkarekstri segja að þá eru þeirra hagsmunasamtök fyrst og fremst málsvarar aðila í atvinnurekstri
* - Ríkissjóður greiðir nánast allan rekstrarkostnað þessara einkafyrirtækja og hefur sáralítið um það að segja hversu mikill kostnaðurinn er
* - Þessir aðilar hafa í gegnum áratugi makað krókinn á kostnað skattgreiðenda og þá kjósenda.
Ríkissjóður eða íslenskir skattgreiðendur greiða nánast allan námskostnað lækna sem fellur til í háskólum á Íslandi og veitir læknanemum félagsleg námslán til að stunda nám innanlands og erlendis.
Einka læknakerfið er nánast allt ríkisrekið og er sú jata nánast fyrir löngu yfirfull af læknum.
Hefur nánast öll aukning á heilbrigðiskostnaði ríkissjóðs hefur í áratugi hefur farið þennan hluta heilbrigðiskerfisins.
Opinbera kerfið sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hafa verið fjársveltar í áratugi.
Heilbrigðisráðherra starfar ekki í umboði lækna, bara svo það sé sagt. Ráðherra er fyrst og síðast fulltrúi kjósenda eða almennings.
Það er þessi almenningur sem hefur krafist þess í áratugi að opinbera heilbrigðiskerfið sé stóreflt því almenningur getur ekki treyst á þetta einkarekna kerfi.
Sem betur fer hefur núverandi heilbrigðisráðherra farið í vörn fyrir skattfé almennings.Með því m.a. að reyna að koma í veg fyrir offjölgun af sérfræðilæknum sem orðið hefur stjórnlaust um langa tíð.
Einnig til að standa vörð um og bæta opinbera heilbrigðiskerfið sem í áratugi hefur verið í fjársvelti, að kröfu almennings.
Ríkisvæðingarstefna dauðans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Athugasemdir
Já, það má alveg ná smá stjórn á sérfræðilæknum og græðgi einstaka í þeim hópi.
En DÆLING peninga í LSH hefur heldur ekki skilað miklu meira en meiri yfirbyggingu. Og hærri launum fyrir þá stjórnendur - og fleiri fundum á okkar kostnað á Nauthól og þ.h. Ekki til fólksins á gólfinu og þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda.
En ég held því miður að Svandís sé reyna að gera betur en vel og láta gamla og blauta drauma sína rætast. Sem klúðrast bara fyrir alla sbr. atlögu hennar að sjúkraflutningum Rauða krossins - sem henni fannst m.a.s vera of mikið “Einka”!
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2019 kl. 20:39
Það á að aðskilja einkareknar stofur algerlega frá ríkinu. Ríkið á ekki að geiða fyrir þjónustu þeirra,heldur eingöngu neytendur.
Ríki Austur Evrópu hafa verið að þróa sín heilbrigðiskerfi eftir fall Sovétblokkarinnar og það virðist vera að takast mjög vel að mínu mati.
Þeir byrja með hreint borð og eru að forðast þá pitti sem við höfum fallið í á vesturlöndum.
Kunningi minn fór í liðskiftiaðgerð á mjöðm í Novosibirsk fyrir nokkrum árum. Aðgerðin var gerð á einkasjúkrahúsi og kostaði 76.000 krónur sem var greitt af fullu af sjíklingi,en hann fékk síðan endurgreiddann virðisaukann.
Sama aðgerð á Íslandi kostar 1.200.000 krónur á einkastofu samkvæmt verðskrá.
Að hluta skýrst þetta af launamun ,en það er mjög langt frá því að það sé eina skýringin. Mjög langt.
.
Skýringin er að þar sem sjúklingar greiða allann kostnaðinn geta sérfræðilæknar og þeirra byrgjar ekki okrað á þjónustunni. Þá eru engir sjúklingar.
Okrið hérlendis og víðar stafar af því að það er alltaf ríkið sem borgar reikninginn.
Verðskrá einkarekinna stofa tekur alfarið mið af því og þeir skrifa einfaldlega feita reikninga fyrir öllu ,og líka byrgjar sem þjónusta þessar stofur.
Þegar Rússneskar einkastofur standa frammii fyrir samkeppni,þrýsta þær á um lægra verð á aðföngum. Þetta kemur líka ríkisrekna heilbrigðiskerfinu til góða af því að byrgjar geta aldrei réttlætt að selja ríkinu á hærra verði en minni viðskiftavinum.Þetta lækkar svo heildarkostnaðinn í heilbrigðiskerfinu af því það eru ekki bara sérfræðilæknar sem féfletta það ,heldur fara byrgjar hamförum í verðlagningu.
Einkareknar stofur hérlendis gera það ekki,af því þær geta einfaldlega hækkað reikninginn.
Nútíma sjúkrarúm kostar í dag eins og meðaldýr bíll til dæmis. Ekki eins og ódýru típurnar ,heldur eins og frekar dýr fólksbíll.
Það þarf að hugsa þetta kerfi alveg upp ánýtt.
Borgþór Jónsson, 16.6.2019 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.