20.6.2019 | 14:46
Þau láta eins og framhaldskóla krakkar.
- Blaðamannafundur Samfylkingarinnar nú í morgun minnir mig sterklega á dæmisögu Krilofs um hvolpinn í Bombey
* - Hann hafði fundið það út að hann gat með miklum látum farið með hávaða gelti að fílaröðunum í borginni og fílarnir gerðu honum ekki neitt
* - En fólkið á götum Bombey undraðist hugrekki hvolpsins og sagði gjarnan, mikið er þetta hugrakkur hundur og það heyrði hvolpurinn okkar. Hann hélt þessari iðju sinni áfram eftir mætti.
Samfylkingin kynnti breytingartillögur upp á 23 milljarða á ári og sýndi fram á tekjur á móti, flokkurinn segist vilja verja velferðina, stoppa í velferðargötin og hækka framlög til loftslagsmála um átta milljarða á ári.
Þetta er okkar pólitík. Okkar pólitík er að setja hér aukna fjármuni til skóla, til sjúkrahúsa, til öryrkja, til ungs fólks, segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Okkar pólitík er líka að afla tekna með hærri auðlindagjöldum með aðeins hærri fjármagnstekjuskatti, með því að fresta lækkun bankaskatts, með því að innleiða hér auðlegðarskatt.
Þannig að við viljum alls ekki hækka skatta á venjulegt fólk eða venjuleg fyrirtæki en við viljum hækka skatta á og afla tekna hjá þeim sem eru aflögufærir og það er stórútgerðin og það eru íslenskir auðmenn.
En vinstrimenn á Alþingi eru aðeins 18, 11 frá VG og sjö frá Samfylkingu. Þessir flokkar hafa nánast eins stefnu í þessum málaflokkum og einnig um hvernig má afla tekna til að ná þessum markmiðum. M.ö.o. vilji þessara flokka er nánast eins í þessum efnum.
Ekki vildi Samfylking fara í ríkisstjórnina með VG sem hefði orðið til þess að vinstrimenn hefðu haft meirihluta í ríkisstjórn og í baklandi stjórnar með Sjálfstæðisflokknum sem hefur 16 þingmenn.
Það er morgunljóst að þannig hefðu þessir flokkar saman náð miklu meiri árangri.
Þannig að það er augljóst, að hægrimennirnir 45 á Alþingi munu ekki hlusta á þessar góðu tillögur Samfylkingar. Það veit Samfylkingarfólk allt um, þannig að þetta er í raun hrein sýndarmennska. Rétt eins og geltið í hvolpinum forðum.
Mjög villandi málflutningur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.