Af gefnu tilefni vegna ósanninda Mbl-- árétting Fjármalaeftirlitsins í heild sinni

,,Í tilefni frétta vill Fjármálaeftirlitið árétta kröfur

sem gerðar eru til starfsemi lífeyrissjóða

19.6.2019

Í tilefni frétta um að stéttarfélag hafi til skoðunar að afturkalla umboð stjórnarmanna er félagið hefur tilnefnt í stjórn lífeyrissjóðs vill Fjármálaeftirlitið minna á þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt lögum til starfsemi lífeyrissjóða.

Lífeyrissjóðir veita viðtöku iðgjaldi til greiðslu lífeyris vegna elli, örorku eða andláts og lýtur starfsemi þeirra að móttöku, varðveislu og ávöxtun iðgjalda og greiðslu lífeyris.

Lífeyrissjóðum er óheimilt að stunda aðra starfsemi en þá sem nauðsynleg er til að ná framangreindum tilgangi, skv. 20. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, sbr. 2. mgr. 1. gr. sömu laga.

Í 29. gr. laga nr. 129/1997 kemur fram að stjórn lífeyrissjóðs ber ábyrgð á að starfsemi sjóðsins sé í samræmi við nefnd lög, reglugerðir settar samkvæmt þeim og samþykktir sjóðsins.

Þá setur stjórn lífeyrissjóðs honum fjárfestingarstefnu, sbr. 1. mgr. 36. gr. nefndra laga og ber við þá vinnu að hafa hagsmuni allra sjóðfélaga að leiðarljósi. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs ber ábyrgð á því að fjárfestingarstefnu stjórnar sé framfylgt.

Samkvæmt 4. mgr. 44. gr. laga nr. 129/1997 skal Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með því hvort starfsemi lífeyrissjóðs sé að einhverju leyti óeðlileg, óheilbrigð eða ótraust.

Við mat á framangreindu lítur Fjármálaeftirlitið m.a. til ákvæða laga nr. 2/1995, um hlutafélög, en í 76. gr. þeirra laga segir
„Félagsstjórn, framkvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.

Með hliðsjón af framangreindu telur Fjármálaeftirlitið að stjórnarmönnum lífeyrissjóða sé óheimilt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðir séu nýttir í öðrum tilgangi en þeim sem að framan var lýst".

 

Lífeyrissjóður 1

  • Fyrst er eðlilegt að það komi fram að lífeyrissjóðir eru ekki hlutafélög, þótt flestir lífeyrissjóðir eigi hluti í fyrirtækjum sem rekin eru sem hlutafélög.

    Það er því ljóst að fjármálaeftirlitið hefur ekki gert neinar athugasemdir við viðhorf VR sem er að móta stefnu félagsins um LIVE og að fulltrúar félagsins hafi hana að leiðarljósi í störfum sínum í stjórn lífeyrissjóðsins en jafnframt að starfa samkvæmt lögum nr. 129/1997 um lífeyrissjóði.

Þess vegna er þetta pólitíska moldviðri ótrúlegt og minnir á þá staðreynd að aldrei var einhugur um að stofna lífeyrissjóði í ASÍ á árunum 1968 0g 1969. Síðusta rifrildið um þessi mál sem ég man eftir var á formannafundi ASÍ 1975.

Fjármálaeftirlitið er ekki að hnýta í VR samkvæmt þessum texta 


mbl.is Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skýringar á þessari ákvörðun um vaxtahækkun lífeyrissjóðsins eiga eflaust eftir að koma fram. Vonandi verða þær trúverðugar.  En vissulega stingur þessi útlánavaxtahækkun í stúf við annað sem er að gerast.  Seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti, bankar hafa lækkað innlánsvexti og skyldi maður ætla - útlánsvexti líka.

Kolbrún Hilmars, 21.6.2019 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband