Láta þeir í veðri vaka, að þeir heyi þessa bar­átt­u ­fyrir hags­muni neyt­enda. Flestir sjá í gegnum þennan áróður þeirra, því þeir eru auð­vitað aðeins að hugsa um eigin hags­muni en ekki um hags­muni þjóð­ar­inn­ar.

Lobbí­istar þeirra töldu sig á dög­unum hafa unn­ið ­mik­il­vægan áfanga­sigur þegar ráð­gjafa­­nefnd um inn­- og útflutn­ing land­­bún­­að­­ar­vara lagði til við ráð­herra land­bún­að­ar­ins að ­leyfður yrði toll­frjáls inn­flutn­ingur  á lamba­hryggjum í mán­að­ar­tíma fram að slát­ur­tíð.

Kaup­menn halda því fram að vinnslu­stöðv­arnar hefðu flutt út nið­ur­greidda lamba­hryggi til Evr­ópu­landa í stórum stíl, til að hækka verðið inn­an­lands með því að búa til skort á þessu kjöti inn­an­lands.

Enn lík­legra er að kaup­menn sjálfir hafi bæði nú og síð­asta sumar fryst gríð­ar­legar birgðar af lamba­hryggjum til að ­skapa skort.   Nú væla kaup­menn þar ­sem  ráð­herra hefur ekki farið að ráðum ­nefnd­ar­innar því í ljós kom að eng­inn skortur er á þessu kjöti.

Þeir segja nú að „tug­ir tonna af er­­lend­um lamba­hryggj­um eru á leið til­ lands­ins og gætu mög­u­­lega komið í búðir í næstu viku.

Þetta seg­ir Andr­ésa Magn­ús­­son, fram­­kvæmda­­stjóra Sam­­taka versl­un­ar og þjón­­ustu (SVÞ), í Morg­un­­blað­inu í dag.

Kjötið var pantað í kjöl­far til­lögu ráð­gjafa­­nefnd­ar til ráð­herra.

  • Von­andi verða þeir bara að skila þessu gamla lambakjöti til baka, því það má ekki koma inn í landið án ­sér­stakra leyfa
    *
  • Þær fullyrðingar um að einhver neyð skapist ef ákveðin afurð af lambakjöti verði ekki tiltækt í nokkra daga í verslunum. Stenst enga skoðun
    *
  • Fólk kaupir þá bara aðra vöru hjá kaupmanninum til neyslu. Kaupmenn tapa engu, engin neyð hjá neytendum
  • Þeir einu sem tapa eru þá bændur og afurðarstöðvar þeirra
    *
  • En það er auðvitað hreint óeðli að niðurgreiða íslenska landbúnaðarvörur sem fluttar eru út til annarra landa.