Þetta eru sjóð­irnir björg­uðu útgerð­inni og bönk­unum í byrjun 8. ára­tug­ar­ins  eftir dýpstu kreppu þjóð­ar­innar á 7. ára­tugnum eftir hvarf ­síld­ar­innar og verð­fallið þorski á erlendum mörk­uð­um. Settir voru him­in­háir skatt­ar á launa­fólk undir algjörri sauða­gæru. 

Með þessum ­mála­lyktum er morg­un­ljóst að VR hefur nú unnið fulln­að­ar­sigur gegn at­vinnu­rek­endum í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og gagn­vart Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þetta er auð­vitað mikið áfall fyrir sam­tök atvinnu­rek­enda í land­inu sem tókst að beita FME fyrir sig í mál­inu og Land­sam­band­i líf­eyr­is­sjóða.

Þessir aðilar hefðu alls ekki bakkað með sinn yfir­gang nema vegna þess að ljóst  var að þeir höfðu algjör­lega rangt fyrir sér.

Ára­tuga­löng yfir­ráð sam­taka atvinnu­rek­enda með flokks-póli­tískum stuðn­ingi úr Sjálf­stæð­is­flokknum var og er bara yfir­gangur sem ekki stenst nein lög eða regl­ur.

Þetta gamla víg­i ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í VR og líf­eyr­is­sjóðnum er nú hrun­ið, vatnasklin urðu er í ljós kom um árið hvernig spill­ing þess­ara aðila grass­er­aði þarna sem ann­ar­staðar í sam­fé­lag­inu.

Sam­tök atvinnu­rek­enda hafa reynt að halda dauða­hald­i í völd sín yfir sjóðnum en nú fyrst hafa þau verið brotin á bak aft­ur.