10.9.2019 | 07:49
Telur Sigríður Andersen íslenska kjósendur heimska kjána?
Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir orðrétt í sjónvarpsviðtali um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem gerði alvarlegar athugasemdir um vinnubrögð hennar við val á dómurum í Landsrétt og um dóm Hæstaréttar Íslands:
- Að mínu mati er dómurinn, sem féll 11. mars, lögfræðilega rangur og ber þess sterk merki að vera pólitískt at, sagði Sigríður. Að því leyti sé fínt að MDE fái að skoða málið aftur.
Ætli þessi þingmaður haldi að íslenskir kjósendur séu vitgrannir kjánar?
Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum á Íslandi vita að gömlu valdaflokkarnir hafa ætíð verið puttana í skipun dómara. Sérstaklega hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið skæður í þessu verki.
Margir töldu að Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra hafi beinlínis stundað hreinsanir þegar hann fækkaði sýslumönnum í landinu og aðeins innmúraðir sýslumenn héldu störfum sínum. Sama gerðist með dómara landsins.
Róttækir verkalýðsforingjar hafa aldrei geta treyst dómstólum landsins þannig að þeir fengju réttláta dóma ef hagsmunir atvinnurekenda væru í húfi. Sama má raunar segja um róttæka vinstrimenn.
Íslendingar hafa aldrei verið jafnir fyrir lögunum, dómar virðast oft ráðast af flokkspólitískum viðhorfum. Það sýnir sig einnig þegar peningamenn nota milljónir með aðstoð klækjarefa úr lögmannastétt geta hreinsað af sér refsingar og dóma og haldið illa fengnum fúlgum.
Fólk er ekki búið að gleyma því þegar hæstiréttur landsins dæmdi kosningar um fólk í stjórnlagaráð ógildar. Af hreinræktaðri flokkspólitík og hagsmunum valdastéttarinnar í landinu.
Inngrip Sigríðar Andersen þáverandi dómsmálaráðherra um skipun dómara í Landsrétt var af flokkspólitískum toga. Nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði komist upp með fyrir hrun en þjóðin lætur ekki bjóða sér slíka spillingu lengur.
- Nú heldur Sjálfstæðisflokkurinn og valdaelítan á Íslandi í þann vonarneista að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu segi að flokkspólitíska dómaraspillingin á Íslandi sé bara í góðu lagi.
Segir dóminn pólitískt at | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 07:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.