Þetta hefur auðvitað verið ávísun á mikla spillingu í landinu sem fjölmargir þekkja sögur um. Auk þess sem fulltrúar atvinnurekendasamtakanna eiga aðild öllum lífeyrissjóðum landsins á almennum vinnumarkaði og virkan aðgang að fjármálakerfinu.
Í gegnum áratugina hefur fólk í verkalýðshreyfingunni og félagar í vinstri flokkunum gagnrýnt þetta ófremdarástand. Allt kom þetta berlega í ljós nokkrum misserum fyrir hrun og síðan í hruninu, síðan hvernig lífeyrissjóðirnir jusu fé í einkareksturinn fyrir og eftir hrunið.
Allar reglur um þessi mál á Íslandi hafa verið skötulíki rétt eins og á mörgum öðrum sviðum atvinnulífsins. Einnig hvernig virkir aðilar í atvinnurekstri og í fjárfestingum tengjast ráðherrum og þingmönnum Sjálfstæðisflokksins einkum.
Nú loksins ,,Hefur forsætisráðuneytið birt áform um lagasetningu þess efnis í samráðsgátt stjórnvalda sem byggð eru á tillögum starfshópsins.
Ráðuneytið hyggst meðal annars gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavoÌrslu þeim sem hafa það að aðalstarfi að tala máli einkaaðila, eins eða fleiri, gagnvart handhoÌfum ríkisvalds skylt að tilkynna sig til stjórnvalda svo unnt sé að birta opinberlega skrá yfir þá.
Þar á meðal eru almannatenglar og lögmenn sem koma fram fyrir hönd tiltekinna aðila. Og auðvitað þeir sem starfa beint fyrir hagsmunasamtök.
Þá gerir ráðuneytið ráð fyrir að skráin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda og á vef Stjórnarráðs Íslands. Jafnframt segir ráðuneytið skoða þurfi hvort og þá hvaða viðurloÌg eigi að vera við því að vanrækja tilkynningarskylduna.
Enn fremur er fyrirhugað að mælt verði fyrir því í lagafrumvarpinu að ráðherrar, aðstoðarmenn, ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar og sendiherrar geti ekki í tiltekinn tíma eftir að opinberu starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hagsmunaverði.
Gert er ráð fyrir þeirri meginreglu að framangreindir aðilar þurfi að bíða í átta mánuði frá starfslokum en þó með undantekningum. (Kjarninn)
Samtök atvinnurekenda berjast á móti hugmyndum forsætisráðherra af fullum þunga. Því ef jafnræði verður komið á og að upplýst verði um öll tengsl er líklegt að dragi úr spillingu í landinu og óeðlilegum áhrifum eins hagsmuna aðila.
Það er mikilvægt að launafólk geri sér fyrir því, að i kjarasamningum er tekist á um hversu hátt hlutfall af því stendur eftir í rekstri fyrirtækjanna þegar viðurkenndir kostnaðarliðir hafa verið greiddir fari í launakostnað.
Hér er fullyrt að þar sem hlutfall af launakostnaði skuli greiðast sem félagsgjöld fyrirtækjanna til samtaka atvinnurekenda. Er það í raun allt starfsfólk sem greiðir félagsgjöld fyrirtækjanna en ekki eigendur þeirra.
En hið eðlilega væri, að eigendur fyrirtækjanna væru sjálfir félagar í þessum samtökum greiddu sín félagsgjöld sjálfir en ekki fyrirtækin. Þessi félagsgjöld þeirra er óeðlilegur rekstrarkostnaður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.