Þetta hefur auð­vitað verið ávísun á mikla spill­ing­u í land­inu sem fjöl­margir þekkja sögur um. Auk þess sem full­trúar atvinnu­rek­enda­sam­tak­anna eiga aðild öllum líf­eyr­is­sjóðum lands­ins á almennum vinnu­mark­aði og virkan að­gang að fjár­mála­kerf­inu.

Í gegnum ára­tug­ina hefur fólk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og félagar í vinstri flokk­unum gagn­rýnt þetta ófremd­ar­á­stand. Allt kom þetta ber­lega í ljós nokkrum miss­erum fyrir hrun og síðan í hrun­inu, síðan hvern­ig líf­eyr­is­sjóð­irnir jusu fé í einka­rekst­ur­inn fyrir og eftir hrun­ið.

Allar reglur um þessi mál á Íslandi hafa ver­ið skötu­líki rétt eins og á mörgum öðrum sviðum atvinnu­lífs­ins. Einnig hvern­ig ­virkir aðilar í atvinnu­rekstri og í fjár­fest­ingum tengj­ast ráð­herrum og þing­mönn­um ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins eink­um.

Katrín Jakopsdóttir

Nú loks­ins ,,Hefur for­sæt­is­ráðu­neyt­ið birt áform um laga­setn­ingu þess efnis í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem byggð eru á til­lögum starfs­hóps­ins.

Ráðu­neytið hyggst meðal ann­ars gera öllum aðilum sem ­sinna hags­muna­vörslu – þeim sem hafa það að aðal­­­starfi að tala máli einka­að­ila, eins eða fleiri, gagn­vart hand­höfum rík­is­­valds – ­skylt að til­­kynna sig til stjórn­­valda svo unnt sé að birta opin­ber­­lega skrá yfir þá.

Þar á meðal eru almanna­tenglar og lög­menn sem koma fram fyrir hönd til­tek­inna aðila. Og auð­vitað þeir sem starfa beint fyrir hags­muna­sam­tök.

Þá gerir ráðu­neytið ráð ­fyrir að skráin verði birt í B-deild Stjórn­­ar­t­íð­inda og á vef Stjórn­­arráðs Ís­lands. Jafn­­framt segir ráðu­neytið skoða þurfi hvort og þá hvaða við­­ur­lög eigi að vera við því að van­rækja til­­kynn­ing­­ar­­skyld­una. 

Enn fremur er fyr­ir­hug­að að mælt verði fyrir því í laga­frum­varp­inu að ráð­herr­­ar, aðstoð­­ar­­menn, ráð­u­­neyt­is­­stjór­­ar, skrif­­stofu­­stjórar og send­i­herrar geti ekki í til­­­tek­inn t­íma eftir að opin­beru starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hags­muna­verð­i. ­

Samtök atvinnurekenda

Gert er ráð fyrir þeirri meg­in­­reglu að fram­an­­greindir aðilar þurfi að bíða í átta mán­uði frá starfs­lokum en þó með und­an­tekn­ing­um“. (Kjarn­inn)

Sam­tök atvinnu­rek­enda berj­ast á móti hug­myndum for­sæt­is­ráð­herra af fullum þunga. Því ef jafn­ræð­i verður komið á og að upp­lýst verði um öll tengsl er lík­legt að dragi úr ­spill­ingu í land­inu og óeðli­legum áhrifum eins hags­muna aðila.

Það er mikilvægt að launafólk geri sér fyrir því, að i kjarasamningum er tekist á um hversu hátt hlutfall af því stendur eftir í rekstri fyrirtækjanna þegar viðurkenndir kostnaðarliðir hafa verið greiddir fari í launakostnað.

Hér er fullyrt að þar sem hlutfall af launakostnaði skuli greiðast sem félagsgjöld fyrirtækjanna til samtaka atvinnurekenda. Er það í raun allt starfsfólk sem greiðir félagsgjöld fyrirtækjanna en ekki eigendur þeirra.

En hið eðlilega væri, að eigendur fyrirtækjanna væru sjálfir félagar í þessum samtökum greiddu sín félagsgjöld sjálfir en ekki fyrirtækin. Þessi félagsgjöld þeirra er óeðlilegur rekstrarkostnaður.

LESLISTINN.IS
 
Félagsgjöld fyrirtækja til samtaka atvinnurekenda er ákveðið hlutfall af launagreiðslum. Tekið út úr óskiptum rekstri eins og tryggingagjöld. Þar með greiðir starfsfólk þessi félagsgjöld, ekki eigendur fyrirtækjanna.