15.10.2019 | 13:55
Nútíma íþróttaiðkun er ekki endilega holl börnum og ungmennum
- Það er mikil einföldun og algjör hálfsannleikur að fullyrða, að íþróttaiðkun eins og gerist í nútímanum þar sem peningaöflin ráða ferðinni sé börnum og ungmennum holl.
Þar er alls ekki um að ræða frjálsan og skapandi leik sem er börnum og ungmennum nauðsynlegur. Þar ræður arðurinn öllu máli og til þess að arður skapist verða liðin að sigra.
Ragnhildur Skúladóttir,sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ. segir að í þessu sambandi skipti ábyrgð foreldra mestu máli. Að þeir grípi inn í þyki þeim æfingaálag vera of mikið. Þá sé brýnt að senda börn sín ekki meidd á æfingar.
Spurð hvort komið hafi til tals innan ÍSÍ að leggja til eitthvern hámarksfjölda klukkustunda á viku sem börn ættu að æfa segir hún svo ekki vera.
Ég er ekki viss um hvort það væri skynsamlegt eða á hvaða forsendum ætti að setja slíkt viðmið. Eðli íþróttagreinanna og álag getur verið svo mismunandi - það er hægt að reyna meira á sig á hálftíma en á tveimur tímum. Það ætti fyrst og fremst að leggja áherslu á að sem flest börn fái sem fjölbreyttasta hreyfingu og það er hægt að gera innan sömu íþróttagreinarinnar.
- Ragnhildur Skúladóttir, er alls ekki hlutlaus aðili í þessu máli. Hún er talsmaður þeirrar stefnu sem íþróttahreyfingin hefur aðhyllst. M.ö.o. afreksíþrótta hreyfing.
Enginn hámarksfjöldi æfingatíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.