Færsluflokkur: Dægurmál

Hvað merkir peningaþvætti?

,,Talað er um að þvo peninga eða peningaþvætti þegar uppruni illa fengis fjár er hulinn svo að þess virðist hafa verið aflað með löglegri starfsemi. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að upp komist að einhver á illa fengið fé en gera honum engu að síður kleift að nota það.

Sem dæmi má nefna að maður sem situr uppi með mikið af seðlum sem eru afrakstur þjófnaðar eða fíkniefnasölu á væntanlega erfitt með að útskýra fyrir viðskiptabanka sínum hvers vegna hann vill leggja svo mikið reiðufé inn á reikning. Það myndi líka vekja athygli ef hann reyndi að kaupa sér dýran bíl eða fasteign og greiddi fyrir með reiðufé.

Þess vegna er freistandi fyrir hann að þvo féð, það er láta líta út fyrir að þess hafi verið aflað heiðarlega. Hann gæti til dæmi fengið kunningja sinn sem rekur verslun sem hefur miklar tekjur í reiðufé til að taka við fénu og setja sig á launaskrá í staðinn. Þá fær hann reiðufénu breytt í laun sem hann getur lagt inn á bankareikning og tekið þaðan út og notað án þess að mikið beri á því.

Peningaþvætti er ólöglegt, bæði á Íslandi og víðast hvar annars staðar, þótt misjafnt sé hve langt er gengið í að uppræta það. Um þetta fjalla lög nr. 80 frá 1993 með síðari breytingum um aðgerðir gegn peningaþvætti.

Þau lög leggja meðal annars ríka skyldu á fjármálastofnanir að reyna að koma í veg fyrir að þær séu notaðar til peningaþvættis" (Vísindavefurinn)

  • Ekki ná gleyma því, að það er einnig peningaþvottur þegar fé er stolið undan skatti. Þá einna helst í fyrirtækjarekstri þá þegar ekki er skilað eðlilegum virðisaukaskatti,tekjuskatti, tryggingagjöldum og lífeyrissjóðagjöldum. Viðskiptavinir eru iðulega þátttakendur í slíkum þvotti.
    *
  • Þá er gjaldmiðillinn í slíkum viðskiptum með svart fé er nánast alltaf stórir seðlar. Einnig getur verið um ýmsar mútur að ræða sem eru algengar í atvinnulífinu
    *
  • Það sama á við um þegar vörur eru teknar út úr rekstri fyrirtækja og þær notaðar sem gjaldmiðill
    *
  • Einfaldlega einnig þegar eigandi fyrirtækis tekur peninga úr peningakassanum og notar þá fyrir sjálfan sig
    *
  • Í sama flokki telst það þegar eigandi fyrirtækis skuldsetur það til að kaupa vöru eða þjónustu til einkanota. Varan er þá gjarnan skráð sem eign fyrirtækisins t.d. bíll
    *
  • Mikið tíðkað fyrir hrunið. Þegar fólk stofnaði fyrirtæki utan um heimilishaldið.
Mynd frá Kristbjörn Árnason.
 
 
 

Villi vill greinilega auka við skattagreiðslur launafóllks

  • Enn einu sinni reynir Vilhjálmur að skaða hagsmuni launafólks með vanhugsaðri orðræðu sinni
    *
  • Nú ætlast hann til að fyrirtækið,,Elkem" fái notið niðurgreidds raforkuverðs frá íslensku þjóðinni.

Ef fallist yrði á þær kröfur hans myndi það sjálfkrafa hækka tekjuskatt sem launafólk er nær eitt um að greiða á Íslandi.

Skaga-Villa tókst einnig að afreka það fyrr á árinu að svo nefndur 40 ára húsnæðislánaflokkur yrðu felldur niður hjá launafólki nema í undantekningar-tilfellum. Hann hélt uppi þeim áróðri að eignarmyndun fólks væri svo lítil hjá fólki á slíkum húsnæðislánakjörum.

Hann gerir sér enga grein fyrir þeirri staðreynd að láglaunafólk er sama um þessa eignamyndun sem Villi hefur áhyggjur af. Fólk áttar sig á þeirri staðreynd að það býr í íbúðinni öll þessi 40 ár á meðan greitt er af þeim lánum sem á íbúðinni hvíla.

Það væri enn hærri upphæð sem yrði að greiða í leigu ef íbúðin væri leiguíbúð fyrir utan allt öryggisleysið og kostnað sem af slíku leiðir bæði í peningum og áhrifum á uppeldi barna. Láglaunaðar barnafjölskyldur átta sig á slíkri staðreynd.

Þá á viðkomandi fjölskylda íbúðina skuldlausa eftir lokagreiðslu lána. Það er ekki verðtryggingin sem íþyngir láglaunafólki, heldur allt of háir vextir.

Í stað þess er láglaunafólki beint að svo nefndum ,,óhagnaðardrifnum leigufélögum" þar sem fólk greiðir háa húsaleigu (þar munar mestu um óhagstæð lán sem hvíla á leiguíbúðunum og kostnað vegna yfirbyggingar slíkra fyrirtækja)Þessi félög vilja hafa stuttan lánstíma.

Þegar lánin sem hvíla á slíkum leiguíbúðum eru upp greidd með leigugjöldum leigjenda, stendur leigjandi uppi eignalaus þrátt fyrir að hafa greitt upp skuldir þær sem hvíldu á íbúðinni auk rekstrarkostnað og afskriftir.

KJARNINN.IS
 
Landvirkjun hafnar því að sýna stóriðjufyrirtækjum óbilgirni með því að selja raforku á hærra verði til þeirra en áður. Vilhjálmur Birgisson vill að Landsvirkjun dragi úr arðsemi sinni til að bæta rekstrarskilyrði Elkem og Norðuráls á Grundartanga.

Nútíma íþróttaiðkun er ekki endilega holl börnum og ungmennum

  • Það er mikil einföldun og algjör hálfsannleikur að fullyrða, að íþróttaiðkun eins og gerist í nútímanum þar sem peningaöflin ráða ferðinni sé börnum og ungmennum holl.

Þar er alls ekki um að ræða frjálsan og skapandi leik sem er börnum og ungmennum nauðsynlegur. Þar ræður arðurinn öllu máli og til þess að arður skapist verða liðin að sigra.

Ragn­hild­ur Skúla­dótt­ir,sviðsstjóri þró­un­ar- og fræðslu­sviðs Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands, ÍSÍ. seg­ir að í þessu sam­bandi skipti ábyrgð for­eldra mestu máli. Að þeir grípi inn í þyki þeim æf­inga­álag vera of mikið. Þá sé brýnt að senda börn sín ekki meidd á æf­ing­ar.

Spurð hvort komið hafi til tals inn­an ÍSÍ að leggja til eitt­hvern há­marks­fjölda klukku­stunda á viku sem börn ættu að æfa seg­ir hún svo ekki vera.

„Ég er ekki viss um hvort það væri skyn­sam­legt eða á hvaða for­send­um ætti að setja slíkt viðmið. Eðli íþrótta­grein­anna og álag get­ur verið svo mis­mun­andi - það er hægt að reyna meira á sig á hálf­tíma en á tveim­ur tím­um. Það ætti fyrst og fremst að leggja áherslu á að sem flest börn fái sem fjöl­breytt­asta hreyf­ingu og það er hægt að gera inn­an sömu íþrótta­grein­ar­inn­ar.“

  • Ragn­hild­ur Skúla­dótt­ir, er alls ekki hlutlaus aðili í þessu máli. Hún er talsmaður þeirrar stefnu sem íþróttahreyfingin hefur aðhyllst. M.ö.o. afreksíþrótta hreyfing.
LESLISTINN.IS
 
Þá er talað um fjölmargar ofbeldisfullar keppnisíþróttir jafnvel þótt þær séu iðulega einhæfar. Ásamt markmiðunum er þeim fylgja og þeim aðferðum sem notaðar eru til að ná sigrum.

mbl.is Enginn hámarksfjöldi æfingatíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er í raun verið að tala um þjófnað

  • Hvers vegna eru ekki þessir yfirmenn og sveitarstjórnarmenn ekki kærðir fyrir fjárdrátt?

fangaklefi

Bein greiðsla atvinnurekenda til tiltekinna lífeyrissjóða eru auðvitað umsamin laun launafólks sem ber að skila í viðkomandi lífeyrissjóð.

  • Þetta er raun eins og hvert annað vörslufé.

Það er ekki á ábyrgð launafólks eða lífeyrissjóðanna að sjá til þess að þessum greiðslum sé komið til skila á réttum tíma.

Ef um einkafyrirtæki væri að ræða, væri því einfaldlega lokað af fógeta og í framhaldi gengið að forráðafólki.

Því það persónulega ábyrgt fyrir því að skila þessu fé á réttum tíma og því jafnvel stungið í steininn ef það getur ekki borgað.


mbl.is Blaut tuska í andlitið á tryggum starfsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er launafólkið sem greiðir félagsgjöldin í samtökum atvinnurekenda.

  • Félagsgjöld fyrirtækja til samtaka atvinnurekenda er ákveðið hlutfall af launagreiðslum
    *
  • Tekið út úr óskiptum rekstri eins og tryggingagjöld
    *
  • Þar með greiðir starfsfólk þessi félagsgjöld, ekki eigendur fyrirtækjanna.

 

  • Það hefur löngu verið vitað hversu sterk ítök sam­tök at­vinnu­rek­enda hafa á allri stjórn­sýslu í land­inu.
  •  
  • Einnig hvern­ig ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, gamli valda­flokk­ur­inn sem hefur átt aðild að flestum rík­is­stjórnum á Ís­landi og atvinn­rek­endasam­tökin eru sam­tvinn­uð.

Þetta hefur auð­vitað verið ávísun á mikla spill­ing­u í land­inu sem fjöl­margir þekkja sögur um. Auk þess sem full­trúar atvinnu­rek­enda­sam­tak­anna eiga aðild öllum líf­eyr­is­sjóðum lands­ins á almennum vinnu­mark­aði og virkan að­gang að fjár­mála­kerf­inu.

Í gegnum ára­tug­ina hefur fólk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni og félagar í vinstri flokk­unum gagn­rýnt þetta ófremd­ar­á­stand. Allt kom þetta ber­lega í ljós nokkrum miss­erum fyrir hrun og síðan í hrun­inu, síðan hvern­ig líf­eyr­is­sjóð­irnir jusu fé í einka­rekst­ur­inn fyrir og eftir hrun­ið.

Allar reglur um þessi mál á Íslandi hafa ver­ið skötu­líki rétt eins og á mörgum öðrum sviðum atvinnu­lífs­ins. Einnig hvern­ig ­virkir aðilar í atvinnu­rekstri og í fjár­fest­ingum tengj­ast ráð­herrum og þing­mönn­um ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins eink­um.

Katrín Jakopsdóttir

Nú loks­ins ,,Hefur for­sæt­is­ráðu­neyt­ið birt áform um laga­setn­ingu þess efnis í sam­ráðs­gátt stjórn­valda sem byggð eru á til­lögum starfs­hóps­ins.

Ráðu­neytið hyggst meðal ann­ars gera öllum aðilum sem ­sinna hags­muna­vörslu – þeim sem hafa það að aðal­­­starfi að tala máli einka­að­ila, eins eða fleiri, gagn­vart hand­höfum rík­is­­valds – ­skylt að til­­kynna sig til stjórn­­valda svo unnt sé að birta opin­ber­­lega skrá yfir þá.

Þar á meðal eru almanna­tenglar og lög­menn sem koma fram fyrir hönd til­tek­inna aðila. Og auð­vitað þeir sem starfa beint fyrir hags­muna­sam­tök.

Þá gerir ráðu­neytið ráð ­fyrir að skráin verði birt í B-deild Stjórn­­ar­t­íð­inda og á vef Stjórn­­arráðs Ís­lands. Jafn­­framt segir ráðu­neytið skoða þurfi hvort og þá hvaða við­­ur­lög eigi að vera við því að van­rækja til­­kynn­ing­­ar­­skyld­una. 

Enn fremur er fyr­ir­hug­að að mælt verði fyrir því í laga­frum­varp­inu að ráð­herr­­ar, aðstoð­­ar­­menn, ráð­u­­neyt­is­­stjór­­ar, skrif­­stofu­­stjórar og send­i­herrar geti ekki í til­­­tek­inn t­íma eftir að opin­beru starfi lýkur gegnt starfi fyrir skráða hags­muna­verð­i. ­

Samtök atvinnurekenda

Gert er ráð fyrir þeirri meg­in­­reglu að fram­an­­greindir aðilar þurfi að bíða í átta mán­uði frá starfs­lokum en þó með und­an­tekn­ing­um“. (Kjarn­inn)

Sam­tök atvinnu­rek­enda berj­ast á móti hug­myndum for­sæt­is­ráð­herra af fullum þunga. Því ef jafn­ræð­i verður komið á og að upp­lýst verði um öll tengsl er lík­legt að dragi úr ­spill­ingu í land­inu og óeðli­legum áhrifum eins hags­muna aðila.

Það er mikilvægt að launafólk geri sér fyrir því, að i kjarasamningum er tekist á um hversu hátt hlutfall af því stendur eftir í rekstri fyrirtækjanna þegar viðurkenndir kostnaðarliðir hafa verið greiddir fari í launakostnað.

Hér er fullyrt að þar sem hlutfall af launakostnaði skuli greiðast sem félagsgjöld fyrirtækjanna til samtaka atvinnurekenda. Er það í raun allt starfsfólk sem greiðir félagsgjöld fyrirtækjanna en ekki eigendur þeirra.

En hið eðlilega væri, að eigendur fyrirtækjanna væru sjálfir félagar í þessum samtökum greiddu sín félagsgjöld sjálfir en ekki fyrirtækin. Þessi félagsgjöld þeirra er óeðlilegur rekstrarkostnaður.

LESLISTINN.IS
 
Félagsgjöld fyrirtækja til samtaka atvinnurekenda er ákveðið hlutfall af launagreiðslum. Tekið út úr óskiptum rekstri eins og tryggingagjöld. Þar með greiðir starfsfólk þessi félagsgjöld, ekki eigendur fyrirtækjanna.

 


Telur Sigríður Andersen íslenska kjósendur heimska kjána?

Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir orðrétt í sjónvarpsviðtali um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu sem gerði alvarlegar athugasemdir um vinnubrögð hennar við val á dómurum í Landsrétt og um dóm Hæstaréttar Íslands:

Sigríður Andersen

  • „Að mínu mati er dóm­ur­inn, sem féll 11. mars, lög­fræðilega rang­ur og ber þess sterk merki að vera póli­tískt at,“ sagði Sig­ríður. Að því leyti sé fínt að MDE fái að skoða málið aft­ur“.

Ætli þessi þingmaður haldi að íslenskir kjósendur séu vitgrannir kjánar?

Þeir sem hafa fylgst með stjórnmálum á Íslandi vita að gömlu valdaflokkarnir hafa ætíð verið puttana í skipun dómara. Sérstaklega hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið skæður í þessu verki.

Margir töldu að Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra hafi beinlínis stundað hreinsanir þegar hann fækkaði sýslumönnum í landinu og aðeins innmúraðir sýslumenn héldu störfum sínum. Sama gerðist með dómara landsins.

Róttækir verkalýðsforingjar hafa aldrei geta treyst dómstólum landsins þannig að þeir fengju réttláta dóma ef hagsmunir atvinnurekenda væru í húfi. Sama má raunar segja um róttæka vinstrimenn.

Íslendingar hafa aldrei verið jafnir fyrir lögunum, dómar virðast oft ráðast af flokkspólitískum viðhorfum. Það sýnir sig einnig þegar peningamenn nota milljónir með aðstoð klækjarefa úr lögmannastétt geta hreinsað af sér refsingar og dóma og haldið illa fengnum fúlgum.

Fólk er ekki búið að gleyma því þegar hæstiréttur landsins dæmdi kosningar um fólk í stjórnlagaráð ógildar. Af hreinræktaðri flokkspólitík og hagsmunum valdastéttarinnar í landinu.

Inngrip Sigríðar Andersen þáverandi dómsmálaráðherra um skipun dómara í Landsrétt var af flokkspólitískum toga. Nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði komist upp með fyrir hrun en þjóðin lætur ekki bjóða sér slíka spillingu lengur.

  • Nú heldur Sjálfstæðisflokkurinn og valdaelítan á Íslandi í þann vonarneista að yfirdeild  Mannréttindadómstóls Evrópu segi að flokkspólitíska dómaraspillingin á Íslandi sé bara í góðu lagi.



 


mbl.is Segir dóminn „pólitískt at“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfðu þeir af þjóðinni tugi milljarða? Það má álykta ef fréttin er rétt.

  • Samkvæmt nýjum upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu og kemur hér fram í Kjarnanum þar sem segir m.a. orðrétt:

ólafur ragnar með keðju

sigmundur davíð 1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


,,Á end­anum var til, og rúm­lega það, í þrota­búi Lands­bank­ans til að greiða Ices­a­ve-­reikn­ing­inn og Bretar og Hol­lend­ingar fengu 53,5 millj­arða króna umfram þann höf­uð­stól sem þeir greiddu inn­stæðu­eig­end­um, að mestu vegna geng­is­hagn­að­ar".

Er segir auðvitað, að fráleitt er að segja að Ólafur Ragnar hafi bjargað þjóðinni frá ,,Icesave". Hið rétta er að hann jók við þann kostnað um tugi milljarða ásamt Sigmundi Davíð og hans liði.

Með því að koma í veg fyrir með gríðarlegum hræðsluáróðri að nýir og miklu betri samningar um Icesave skuld Landsbankans yrðu samþykktir af þjóðinni.

KJARNINN.IS
 
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.

mbl.is „Flokkurinn ætti að hlusta á grasrótina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Intrnetið er hættulegasta vopn nútímans.

Duterte forseti Filipseyja rekur þéttriðið net á sam­fé­lags­miðlum þar sem fölsk­um frétt­um um stöðu mála í landinu er dreift stanslaust alla daga, and­stæðing­ar for­set­ans sagðir vinna fyr­ir er­lend­ar leyniþjón­ust­ur og þiggja mút­ur.

dróni

Þannig hef­ur fölsk­um mynd­bönd­um af fjölmörgum andstæðingum forsetans og baráttufólki fyrir frelsi almennings verið dreift á net­inu þar sem það er látið viðurkenna að vera eit­ur­lyfja­neyt­endur sem vinni með eit­ur­lyfja­söl­um.

Duterte for­seti hef­ur skipað marg­ar af klapp­stýr­um sín­um úr blogg­heim­um til æðstu met­orða inn­an fil­ipps­eysks stjórn­kerf­is án þess að þeir hafi reynslu eða þekk­ingu til að gegna embætt­un­um. Allar lýðræðis hugmyndir eru hunsaðar og kúgunin algjör.

Það er ekki bara notað í áróðri við að stjórna fólki og brjóta niður réttlætis viðnám almennings í fjölmörgum löndum eða til að hafa áhrif í öðrum löndum og njósna um stjórnvöld og venjulegt fólk. 

Netið er ekki síst notað af herveldunum í þessum tilgangi en einnig til að fjarstýra fljúgandi drápsvélum.  En fasisk stjórnvöld og einræðisherrar víða um heiminn nota netið af framangreindum ástæðum og hafa einnig í höndum svona drápsvélar.

 


mbl.is Ályktun Íslands braut ísinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðidagur fyrir launafólk

Já vissulega gleðidagur fyrir almenning í landinu sem hefur greitt gríðarlegar fjárhæðir í svo nefnda lífeyrissjóði í nær 50 ár. Kannski er betri tíð í vændum 

1. maí-2018Atvinnu­rek­end­ur og fjár­festar eins og þeir eru kall­aðir hafa í þessa ára­tugi valsað um þessa ­sjóði sem þeir ættu þá enda telja þessir aðilar sjóð­ina vera fjár­fest­inga­lána­sjóð­i.

Þetta eru sjóð­irnir björg­uðu útgerð­inni og bönk­unum í byrjun 8. ára­tug­ar­ins  eftir dýpstu kreppu þjóð­ar­innar á 7. ára­tugnum eftir hvarf ­síld­ar­innar og verð­fallið þorski á erlendum mörk­uð­um. Settir voru him­in­háir skatt­ar á launa­fólk undir algjörri sauða­gæru. 

Með þessum ­mála­lyktum er morg­un­ljóst að VR hefur nú unnið fulln­að­ar­sigur gegn at­vinnu­rek­endum í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna og gagn­vart Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Þetta er auð­vitað mikið áfall fyrir sam­tök atvinnu­rek­enda í land­inu sem tókst að beita FME fyrir sig í mál­inu og Land­sam­band­i líf­eyr­is­sjóða.

Þessir aðilar hefðu alls ekki bakkað með sinn yfir­gang nema vegna þess að ljóst  var að þeir höfðu algjör­lega rangt fyrir sér.

Ára­tuga­löng yfir­ráð sam­taka atvinnu­rek­enda með flokks-póli­tískum stuðn­ingi úr Sjálf­stæð­is­flokknum var og er bara yfir­gangur sem ekki stenst nein lög eða regl­ur.

Þetta gamla víg­i ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins í VR og líf­eyr­is­sjóðnum er nú hrun­ið, vatnasklin urðu er í ljós kom um árið hvernig spill­ing þess­ara aðila grass­er­aði þarna sem ann­ar­staðar í sam­fé­lag­inu.

Sam­tök atvinnu­rek­enda hafa reynt að halda dauða­hald­i í völd sín yfir sjóðnum en nú fyrst hafa þau verið brotin á bak aft­ur.

 


mbl.is „Framganga Ragnars með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ákvörðun Katrínar ber að fagna, hún þorir.

  • Háttarlag Trump síðustu daga sýnir augljóslega hversu hættuleg herveldin eru fámennum þjóðum
  • Gerum okkur grein fyrir því, að ef Grænland væri fært inn fyrir landamæri Bandaríkjanna myndi Ísland sitja uppi með sameiginleg landamæri með herveldinu
    *
  • Þá færi lítið fyrir hinu takmarkaða sjálfstæði Íslands sem þegar er undir hæl Bandaríkjanna.

trump

Hvorki þetta herveldi né önnur gefa eftir vald sitt yfir hinum og þessum svæðum á jarðarkringlunni sem þau hafa náð tangarhaldi á.

Ísland er statt inn á svæði sem Bandaríkin telja vera sitt og vill hafa á þessu svæði öll völd

Fyrir utan það að ESB fær að hafa ákveðin völd á þessu svæði sem telst tilheyra Evrópu.  

Það eru m.ö.o. tveir stórir aðilar sem vilja hér öllu ráða og hafa vit fyrir okkur sauðsvörtum þegnum Íslands. 

Varaforseti Bandaríkjanna

Vonandi hættir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna við að koma í opinbera heimsókn til Íslands. 

Vegna þess hversu móðgaður hann er vegna þess að Katrín kýs fremur að ávarpa verkalýðshreyfinguna á Norðurlöndunum en eiga samtal við þennan fulltrúa herveldisins.

Katrín Jakopsdóttir

En ljóst er öllu hugsandi fólki er að varaforsetinn bauð sér sjálfur hingað til landsins og hinn hnjáliðamjúki utanríkis ráðherra hlýðir skipun goðsins.

Erindi hans er alvarlegt og á lítið skylt við viðskipti um vörur og þjónustu ýmiskonar. Slík mál eru á könnu annarra ráðamanna þar í landi

Hann lætur auðvitað ekki bjóða sér slíkt af forsætisráðherra smáríkis að hann lúti sér ekki, nema eitthvað mikið liggi við. Ráðherra sem tekur verkalýðsfélög fram yfir sjálfan varaforseta Bandaríkjanna.

  • Ákvörðun og kjark Katrínar ber að fagna, hún er fyrsti forsætisráðherra Íslands sem stendur í báðar fætur gagnvart herverveldinu.

Auðvitað munu aftaníossar herveldisins á Íslandi væla eins og iðulega áður og munu þeir nú æva sig í hnjáliðamýktinni að kappi til að geta sýnt sína auðmýkt ef þeir fá tækifæri til þess að hitta goðið. En þeir fá einnig plúsa í kladdann hjá sendiherranum fyrir að kvarta hástöfum og það skiptir máli.

Eftirtektarvert er að aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni gera engar athugasemdir. En Moggi litli stendur auðvitað með sínu Miðflokksmönnum og Samfylking er klofinn í málinu.


mbl.is Fjarveran gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband