Sársaukinn vegna mistaka Loga kvelur Samfylkingarfólk, skiljanlega

Úrslit alþingiskosninga 2017:

  • þingfl. D 49.543 25,2% -3,8% 16 þingmenn 
    *
  • Þingfl. V 33.155 16,9% +1,0% 11 þingmenn
    *
  • Þingfl. S 23.652 12,1% +6,4% 7 þingmenn
    *
  • Þingfl. M 21.335 10,9% +10,9% 7 þingmenn
    *
  • Þingfl. B 21.016 10,7% -0,8% 8 Þingmenn
    *
  • Þingfl. P 18.051 9,2% -5,3% 6 Þingmenn
    *
  • Þingfl. F 13.502 6,9% +3,4% 4 Þingmenn
    *
  • Þingfl. C 13.122 6,7% -3,8% 4 þingmenn


Margir eru með stór orð vegna veru VG í ríkisstjórn með tveimur hægri flokkum með sína 11 þingmenn. Jafnvel er talað um svik VG við kjósendur sína, með því að taka þátt í svona ríkisstjórn. E.t.v. eru þetta fyrst og fremst þeir sem ekki kusu VG en sérstaklega félagar okkar í Samfylkingunni.

ríkisstjórn Katrínar JakopsdótturÉg er einn af þeim sem varð argur vegna þessa. Ég hef hugsað mikið um þetta og hef reyndar komist að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið rétt ákvörðun ef hagsmunir þjóðarinnar eru hafðir í huga. En það má vel vera að flokkurinn tapi atkvæðum vegna þess í næstu kosningum.

Í mínum huga er staðan sú, að ef einhver hefur svikið er það Samfylkingin með sína 7 þingmenn og þannig komið Framsóknarflokknum í ráðuneytin. SF brást.

SF- er auðvitað en í sárum vegna þessara mistaka sinna. Stærstu mistökin eru auðvitað hjá kjósendum sem kýs fólk með vafasaman feril.

Það er ekki bara Bjarni, þarna er Guðlaugur enn, Sigríður og Ásmundur. Sigmundur Davíð í nýjum íhaldsarmi Framsóknar.

Það hefði verið ólíkt sterkari staða fyrir vinstrimenn að hafa 18 þingmenn samanlagt í rískistjórn með innbyrðis málaefnasamning gegn, 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Slík stjórn hefði í raun virkað sem tveggja flokka stjórn með hægri menn í minnihluta.

  • Hægri stjórn lá á borðinu sem hefði verið: D+M+B+C= 35 þingmenn. Ég veit vel að SF reyna að telja fólki í trú um það að þessi mynd hefði ekki fyrir hendi
    *
  • En það er bull og það veit Logi allra manna best. Maðurinn sem sífellt lýsir aðdáun sinni á núverandi forsætisráðherra og það í sjónvarpi.


Það er auðvitað löngu kominn tími til þess að vinstrimenn átti sig á þessari stöðu og hætti að láta sára SF-menn rugla sig í ríminu og aðra íhaldsmenn.

Einnig er mikilvægt að skoða þá staðreynd að vinstri menn hafa aðeins 18 þingmenn af 63 þingmönnum Alþingis eða vel neðan við þriðjung þingmanna. Almenningur kaus yfir sig hægri stjórn sem komið var í veg fyrir að yrði mynduð. 

En siðferðilega er það auðvitað ótrúlegt að kjósendur skuli kjósa menn á Alþingi sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu.

Sama má auðvitað segja um stjórnmálaflokka sem hampa slíkum aðilum. M.ö.o. það er ekki hægt að mynda ríkisstjórn í landinu án þess að hafa einhverja slíka með um borð.


Gáfulegt eða hitt þó heldur

  • Það getur hvert mannsbarna vitað það að eftir þetta langa hagvaxtaskeið sem þjóðin hefur búið við um mjög langt skeið mun draga úr þenslu á næstu misserum
    *
  • Það þarf engan langskólagenginn dreng til að sjá það. Það blasir við.Kringlan 1

Það vita einnig allir hverjar afleiðingarnar verða, þ.e.a.s. minnkandi vinna fólks og um leið færri krónur hjá launafólki er þýðir minni einkaneyslu sem hefur verið í toppi. 

Íbúðaverð er þegar farið að lækka á höfuðborgarsvæðinu og efnahags umhverfið verður allt heilbrigðara. Það virðist vera greinilegt atferli hjá almenningi að hann hefur líklega dregið úr verslun.

  • Stórvaxandi netverslun og um leið vaxandi erlend samkeppnir er farin að hrjá innflutningsverslun alvarlega og það er góðs viti. Það er þegar farið að lækka vöruverð og álagning kaupmanna hefur minnkað. 


Ég held að almenningur sé minna skuldsettur en hefur verið eftir fyrri þensluskeið, það er annað mál með atvinnulífið sem virðist lítið hafa lært. Það hefur verið ótrúleg þensla og skuldsetning í verslun og í ferðaþjónustu svo það má búast við miklum hremmingum á þeim bæjum.

En hvað sem atvinnurekendur og bankamenn segja munu kröfur um aukinn jöfnuð eitt og sér ekki valda verðbólgu. Slíkt er ævinlega í höndum þeirra sem fara með peningavöldin í landinu.

Ég er ekki viss um að fyrirtækin geti svo glatt velt auknum kostnaði út í verðlagið. Það gerir þessi öfluga erlenda samkeppni í verslun.


mbl.is Vaxtahækkun og aukið atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband