Gáfulegt eða hitt þó heldur

  • Það getur hvert mannsbarna vitað það að eftir þetta langa hagvaxtaskeið sem þjóðin hefur búið við um mjög langt skeið mun draga úr þenslu á næstu misserum
    *
  • Það þarf engan langskólagenginn dreng til að sjá það. Það blasir við.Kringlan 1

Það vita einnig allir hverjar afleiðingarnar verða, þ.e.a.s. minnkandi vinna fólks og um leið færri krónur hjá launafólki er þýðir minni einkaneyslu sem hefur verið í toppi. 

Íbúðaverð er þegar farið að lækka á höfuðborgarsvæðinu og efnahags umhverfið verður allt heilbrigðara. Það virðist vera greinilegt atferli hjá almenningi að hann hefur líklega dregið úr verslun.

  • Stórvaxandi netverslun og um leið vaxandi erlend samkeppnir er farin að hrjá innflutningsverslun alvarlega og það er góðs viti. Það er þegar farið að lækka vöruverð og álagning kaupmanna hefur minnkað. 


Ég held að almenningur sé minna skuldsettur en hefur verið eftir fyrri þensluskeið, það er annað mál með atvinnulífið sem virðist lítið hafa lært. Það hefur verið ótrúleg þensla og skuldsetning í verslun og í ferðaþjónustu svo það má búast við miklum hremmingum á þeim bæjum.

En hvað sem atvinnurekendur og bankamenn segja munu kröfur um aukinn jöfnuð eitt og sér ekki valda verðbólgu. Slíkt er ævinlega í höndum þeirra sem fara með peningavöldin í landinu.

Ég er ekki viss um að fyrirtækin geti svo glatt velt auknum kostnaði út í verðlagið. Það gerir þessi öfluga erlenda samkeppni í verslun.


mbl.is Vaxtahækkun og aukið atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband