Ekki vantar gífuryrðin

  • Mér finnst Samherja forstjórinn vera heldur stóryrtur ef það er rétt sem kemur fram í þessum hluta fréttarinnar:

,,Málið var látið niður falla í tvígang. Fyrst vegna þess að heimild til að refsa lögaðilum vantaði í lögin fyrir mistök og svo vegna þess að ráðherra hafði láðst að samþykkja reglur bankans um gjaldeyrismál".

Hvaða ráðherra ætli það hafi verið?

Þetta þýðir í mínum huga, að Samherji var aldrei sýknaður af því máli sem sérstakur saksóknari og Seðlabankinn voru upphaflega að saka útgerðina um að hafa stundað.

Á endanum var Samherji sektaður en bæði héraðsdómur og Hæstiréttur töldu að í því hefði falist ólögleg endurupptaka málanna sem höfðu verið felld niður.

Samherji fór í þetta mál til að fá sektina niðurfellda og vann það mál

RUV.IS
 
Forsætisráðherra segir að dómur Hæstaréttar í Samherjamálinu sé ekki góður fyrir Seðlabankann og hefur rætt við formann bankaráðs um að bætt verði úr stjórnsýslu bankans. Hún segir að málið hafi þó ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra.

mbl.is Samúð Bjarna hjá Samherjamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumlegt áróðursbragð

  • Könnun samtaka atvinnufyrirtækja á Íslandi er ansi grátbrosleg og varla marktæk sem opinber gögn
    *
  • Ef slík könnun á að vera marktæk verður hún að vera gerð án þess að upplýst sé hverjir svara og gerð í samráði við verkalýðshreyfinguna.

 konur í saltfiski 1En það er vitað að bóluhagkerfið er að láta undan einkum ef vextir hækka. Skýrasta dæmið er að bóluflugfélag gafst upp á dögunum. Í mörgum starfsgreinum mun það sama gerast þar sem öll uppbygging er byggð á lánsfé.

Þá hefur Drífa þegar bent á einn annmarka við þessa könnun. En þess ber einnig að gæta að í hverju svona fyrirtæki er starfsfólk að störfum,  eðlilegt er að t.d. trúnaðarmaður verkalýðsfélagsins á hverjum vinnustað sé spurður. Einnig að viðhafðar  séu fjölbreyttari spurningar til að varpa skýrari mynd á stöðuna.

Það er morgunljóst, að fyrirtæki sem ekki getur með eðlilegum hætti greitt starfsfólki laun svo dugi fyrir eðlilegum þörfum þess á að hætta störfum. Væntanlega hefur snarpur samdráttur áhrif á markaðslaunin, en það breytir því ekki að lágmarkslaunin þurfa að hækka verulega.


mbl.is Setur spurningarmerki við orð SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband