Ótrúlegt siðleysi

  • Gamli valdaflokkurinn býður borgarbúum upp á afdangaðan víking frá víkinga- og hrun tímabili flokksins sem borgarstjóraefni.

Eyþór Arnalds

Verkin lofa þennan mann og slóðinn eftir hann leynir sér ekki. Þessi aðili hefur auðvitað þegar skaðað samfélagið með gjaldþroti allnokkurra fyrirtækja.

Það voru ekki bara bankar sem fóru á hliðina, þúsundir heimila gerðu það enn frekar og eru þúsundir fjölskyldna að berjast við skuldir af þessum sökum. Einnig sveitarfélög eins og sérstaklega Reykjanesbær og Hafnarfjörður. 

Reykjavík skaðaðist einnig gríðarlega og er rétt núna að ná sér upp úr hrun skaðanum.  

Eitt ljótasta dæmið um hrunið er hér í Úlfarsárdalnum. Byggðin hefur staðið nær lömuð í 10 ár og nú síðustu misserin að byrja að jafna sig.

Því var það ekkert undarlegt, að þegar Eyþór gekk hér um hverfið í einu besta kvöldveðri vorsins að til hans mættu aðeins 8 gestir. Væntanlega allt innmúraðir flokksmenn. Þó höfðu flokksfélagar hans auglýst þennan viðburð rækilega.

Auðvitað vita borgarbúar og einnig íbúar hér í dalnum að Sjálfstæðisflokkurinn er lykilflokkurinn í hruninu sem var hafið strax 2006, ásamt Framsókn. Varla fara kjósendur hér að verðlauna þessum víkingi greiðann með því að kjósa hann.

En ef menn vilja endilega afturför í samgöngumálum, leikskólamálum og umhverfisvernd og einkarekna grunnskóla þá kjósa þeir Eyþór og uppstillingu hans.

Sjálfstæðismenn bjóða líka upp á markaðslausnir í húsnæðismálum, með fjárfesta í lykilhlutverkum. En það er einmitt markaðurinn sem hefur brugðist hrikalega í húsnæðismálunum, með því að fjárfestarnir hafa keyrt leigu og íbúðaverð upp í allra hæstu hæðir.


mbl.is Sjö flokkar fengju fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyþór fyrirmyndar frambjóðandi??

Eyþór Arnalds lofar vel rekinni borg. 

Verkin lofa sannarlega meistarann, slóðinn leynir sér ekki.

Mogginn grípur til gamalkunnra örþrifaráða, er dugðu oft áður fyrr.

  • Forstjóri Íslandssíma 2000-2001. Tapið fyrra árið 492 millj, kr., seinna árið 900 milj. Kr. Eyþór hætti við svo búið. (Mbl. 15.mars 2002)

Eyþór Arnalds

  • Stofnandi og hvatamaður að Becromal á Akureyri. Fimm milljarða tap á árinu 2017 og voru heildarskuldir þess í árslok 10.8 milljarðar og neikvæð eiginfjárstaða 4,5 milljarðar (Frjáls verslun des. 2017)
    *
  • Einn af stofnendum Thorsil kísilmálmverksmiðju 2010. Átti fyrst að vera í Þorlákshöfn, síðan á Bakka og loks í Helguvík. Fjárfesting sögð upp á 38 milljarða. Árið 2014 var tilkynnt um stóran sölusamning á nær helmingi framleiðslu verksmiðjunnar fyrirfram. (Víkurfréttir 12.júní 2014) Hvorki sést tangur né tetur af verksmiðjunni.
    *
  • GMR Endurvinnsla á Grundartanga er eitt af fyrirtækjum Eyþórs og var hann stjórnarformaður. Fyrirtækið var lýst gjaldþrota árið 2017 eftir rekstur í þrjú ár og lét Eyþór sig þá hverfa úr stöðu stjórnarformanns.
    Fyrirtækið var í gjörgæslu Umhverfisstofnunar vegna ítrekaðra brota á mengunarvörnum. Kröfur í þrotabú GMR nema 3,6 milljörðum króna og er það talið að mestu tapað fé fyrir banka og aðra fjárfesta (Fréttablaðið 12. sept. 2017)
    .

    • Nú er allt í voða í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
      *
    • Ljóst er að nýi leiðtoginn veldur ekki því hlutverki að leiða flokkinn til einhvers  sigurs í borginni, hann er algjörlega litlaus. Fylgið dalar.
      *
    • Allar patentlausnir hans hafa verið algjörlega hraktar. Hann hefur verið uppvís að þekkingarleysi í málefnum borgarinnar
      *
    • Eyþór er einnig með hagsmunatengingar í fjölmörg stór fyrirtæki sumt afar vafasamt.
    • *
      Það getur hann ekki þvegið af sér. Slíkum aðila verður ekki treyst sem borgarstjóra.

mbl.is Óvíst að meirihlutinn haldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband