Engin virðing borin fyrir vinnuvernd

  • Þetta er ótrúlegt.

En Vinnuverndalögin frá 1980 ná ekki um borð í fiskiskip. En svona háttsemi formanns í verkalýðsfélagi er auðvitað óforskömmuð.

En frá 1999 hefur orðið sú breyting er hér segir í 2. grein reglugerðar um veru barna og ungmenna í fiskiskipum: 


Gildissvið.
  • Reglugerð þessi gildir um skipverja á fiskiskipum.
  • Eigi má hafa yngri mann, karl eða konu, en 15 ára við vinnu á fiskiskipi. 
  •  
  • Um vinnu skipverja sem ekki hafa náð 18 ára aldri fer eftir ákvæðum reglugerðar um vinnu barna og unglinga, nr. 426/1999.

Moggi litli er auðvitað ekkert betri fyrir að hampa þessu ábyrgðarleysi. Menn ættu að spyrja sig hvers vegna Vinnuverndarlögin ná ekki yfir vinnu til sjós.

En það er hluti af samningum íslenska ríkisins við EB á sínum tíma þegar Ísland gerðist aðili að EFTA og fékk aukaaðild að Evrópubandalaginu eins og það var kallað þá, af forsætisráðherra þjóðarinnar Bjarna Benediktssyni. Síðan hafa orðið ákveðnar breytingar.

  • Íslenskum iðnaði var fórnað fyrir hagsmuni útgerðarinnar.
MBL.IS
 
„Þetta var aðeins skemmtilegra en ég átti von á,“ segir Andri Fannar Einarsson, 12 ára strákur úr Grindavík, eftir níu daga túr á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnasyni, í samtali við mbl.is. Andri Fannar kom í land á mánudaginn með fullt skip af makríl.

mbl.is Tólf ára á frystitogara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband