Bandaríkjamenn vilja hirða olíuauðinn -- svarta gullið í Venesúela

  • Nú eins og iðulegast áður virðast oftast einhverjir aftaní ossar Bandaríkjanna ráðast í hlutverk utanríkisráðherra Íslands.

Venesúela

Aðilar sem eru algjörlega leppar Bandaríkjanna, jafnvel þótt þar fari fyrir stjórn ógnvænlegir öfga aðilar,  forystumenn þjóðar sem sýnir öðrum þjóðum óhikað vélráð sín og drápstól.

Árum saman hefur Bandarísk stjórnvöld unnið gegn Venesúela leynt og ljóst, einkum eftir að ríkisvaldið í Venesúela þjóðnýtti alla olíuvinnslu í landinu og Bandarískir  hættu að geta arðrænt þjóðina eins og þeir höfðu gert.
herþota

Bandarísk stjórnvöld eru ekkert að flagga því, að langvarandi efnahagsþvinganir þeirra  gagnvart Venesúela hafa m.a. orðið til þess að setja landið í þrot.

Ekki er heldur minnst á stuðning Bandaríkjastjórnar leynt og ljóst við hvers kyns undirróðursstarfsemi og skemmdarverk í landinu og nauðungar liðsafnaður herveldisins meðal nágranna Venesúela.

Það er sama hvert herveldið er, þeirra helsta einkenni sem hefur sýnt sig í veraldarsögunni sem er að kúga aðrar þjóðir til hlýðni við efnahagslega og pólitíska hagsmuni sína.
herþyrla 1Getur það verið, að það sé sameiginleg ákvörðun núverandi ríkisstjórnar að styðja enn frekari við kúgunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart  Venesúela.


Áróðursrit frjálshyggjunnar

  • Hér koma fram öflugar athugasemdir við áróðursrit frjálshyggjunnar um íslensk bankamál í fræðigrein.
    *
  • Vekur greinarhöfundur athygli á, að í hvítbókinni er nær eingöngu notað orðfæri hagsmunaafla á fjármála markaði.

Það er engan veginn sjálfgefið að lækkun skatta á  banka myndi skila sér í minni vaxtamun né að virk samkeppni tryggi að ábati hagræðingar í bankakerfinu skili sér til neytenda.

Samkeppni á markaði leiðir ekki alltaf til hagkvæmustu niðurstöðunnar og það er beinlínis hættulegt að láta eins og bankarekstur lúti sömu lögmálum og annar atvinnurekstur.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors í fjármálum og reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Um Hvítbók sem á að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem starfshópur fjármálaráðherra birti fyrir jól.

Í skýrslunni er lagt til að skattar á fjármálafyrirtæki verði lækkaðir og dregið úr eignarhaldi ríkisins.

Að mati Ásgeirs er skýrslan mótuð um of af „sterkri hugmyndafræði“ og hagfræðikenningum sem biðu skiptbrot í alþjóðlega fjármálahruninu 2007-8.

„Mikið af þessum meginkenningum hafa verið teknar til rækilegrar endurskoðunar erlendis, en það virðist ekki bera mikinn keim af þeirri nýju hugsun í hvítbókinni"  skrifar Ásgeir.

 


Bloggfærslur 29. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband