Áróðursrit frjálshyggjunnar

  • Hér koma fram öflugar athugasemdir við áróðursrit frjálshyggjunnar um íslensk bankamál í fræðigrein.
    *
  • Vekur greinarhöfundur athygli á, að í hvítbókinni er nær eingöngu notað orðfæri hagsmunaafla á fjármála markaði.

Það er engan veginn sjálfgefið að lækkun skatta á  banka myndi skila sér í minni vaxtamun né að virk samkeppni tryggi að ábati hagræðingar í bankakerfinu skili sér til neytenda.

Samkeppni á markaði leiðir ekki alltaf til hagkvæmustu niðurstöðunnar og það er beinlínis hættulegt að láta eins og bankarekstur lúti sömu lögmálum og annar atvinnurekstur.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umsögn Ásgeirs Brynjars Torfasonar, lektors í fjármálum og reikningsskilum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Um Hvítbók sem á að fjalla um nýja framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem starfshópur fjármálaráðherra birti fyrir jól.

Í skýrslunni er lagt til að skattar á fjármálafyrirtæki verði lækkaðir og dregið úr eignarhaldi ríkisins.

Að mati Ásgeirs er skýrslan mótuð um of af „sterkri hugmyndafræði“ og hagfræðikenningum sem biðu skiptbrot í alþjóðlega fjármálahruninu 2007-8.

„Mikið af þessum meginkenningum hafa verið teknar til rækilegrar endurskoðunar erlendis, en það virðist ekki bera mikinn keim af þeirri nýju hugsun í hvítbókinni"  skrifar Ásgeir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband