Kosningabarátta á kostnað ríkisins

  • Það getur tæplega verið heiðarlegt og eða eðlilegt Jón Gunn­ars­son sam­gönguráðherra til­kynnti á aðal­fundi Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi að eitthvað verði eða verði ekki
    *
  • Keikur segir hann bara að veg­ur um Breiðdals­heiði verði fram­veg­is ekki skil­greind­ur sem þjóðveg­ur 1. Hring­veg­ur­inn á Aust­ur­landi mun þess í stað liggja um firðina

Jón GunnarssonJón ræður auðvitað engu um þetta, hann er aðeins starfandi tímabundið sem ráðherra í starfsstjórn og á ekki að misnota stöðu sín fyrir pólitískan kosningaáróður.

Það er engan vegin víst að Jón verði alþingismaður í nóvember hvað þá ráðherra.

Það má vel vera að alþingismenn séu almennt sammála um þessar áherslur. Spurningin er bara um hvernig skuli afla fjár til þessa verkefnis er kæmi hugsanlega til framkvæmda eftir 8 átta ár. Þ.e.a.s. eftir tvö kjörtímabil.

Jón fer um landið og boðar að teknir verði upp nýjir skattar til að kosta vegaframkvæmdir hér og hvar um landið. Þ.e.a.s. vegatollar, með því myndu heimamenn á Austfjörðum kosta þessa vegagerð.

 


mbl.is Hringvegurinn mun liggja um firðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert eitthvað að misskilja þetta. Þetta er tillaga fagaðila frá vegagerðinni og þessu fylgja ekki útgjöld, frekar sparnaður ef eitthvað er.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.9.2017 kl. 22:00

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég er ekkert að miðskilja Gunnar. Mér finnst auðvitað mjög líklegt að þetta sé faglegt mat vegagerðarinnar og tillögur. En Jón Gunnarsson ræðir ekki um málið með þeim hætti. Hann talar um málið eins og þetta sé hans hugmynd og stefna sem hann kynnir til leiks nú fyrir kosnngar.

Hann hefði auðvitað átt að vera heiðarlegur og kynna þetta málefnalega sem það væri faglegt sjónarmið vegagerðarinnar að þjóðleiðin lægi með ströndinni og e.t.v. þvert á firðina.

Kristbjörn Árnason, 29.9.2017 kl. 22:56

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Í fréttinni segir: "Jón seg­ir að með þessu sé farið að ráðum Vega­gerðar­inn­ar sem hafi metið þessa breyt­ingu út frá ýms­um hliðum."

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.9.2017 kl. 06:47

4 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Rétt hjá þér Gunnar, ég skautaði óvart framhjá þessu 

,,Þetta kem­ur fram á vefsíðu sam­gönguráðuneyt­is­ins. Jón seg­ir að með þessu sé farið að ráðum Vega­gerðar­inn­ar sem hafi metið þessa breyt­ingu út frá ýms­um hliðum. Auk þess sagði hann að upp­bygg­ing­ar heils­ár­s­veg­ar um Öxi væri að hans mati for­gangs­mál". 

Eins og ég tók fram, eru sennilega flestir sammála um þetta. Hitt er að engar ákvarðanir hafa verið teknar og engar umræður hafa farið fram um málið. Því er hann að nýta einhver vinnuplögg sem eitthvað útspil í kosningabaráttunni. ;;Því hefur ekki verið farið ráðum Vegagerðarinnar"

Kristbjörn Árnason, 30.9.2017 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband